Sex sóttu um em­bætti ríkis­sátta­semjara sem fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytið aug­lýsti laust til um­sóknar í byrjun júní.

Um­sækj­endur um em­bættið eru eftir­taldir:

  • Al­dís Guð­ný Sigurðar­dóttir, lektor við við­skipta­deild HR og for­stöðu­maður MBA-náms
  • Ást­ráður Haralds­son, settur ríkis­sátta­semjari
  • Hilmar Már Gunn­laugs­son, lyfja­fræðingur
  • Maríanna Hug­rún Helga­dóttir, for­maður og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra náttúru­fræðinga
  • Mu­hammad Abu Ayub, vakt­stjóri
  • Skúli Þór Sveins­son, sölu­maður

Á vef stjórnar­ráðsins segir að hæfni um­sækj­enda verður metin af ráð­gefandi hæfnis­nefnd sem skipuð er á grund­velli laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins. Fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra mun skipa í em­bættið til fimm ára.