Sex umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits bárust forsætisráðuneytinu. Forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn. og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar.
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, baðst lausnar frá embættinu í janúar og mun láta af störfum í byrjun maí. Hún hefur gegndi starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) frá árinu 2012 og stöðu varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits frá ársbyrjun 2020 í kjölfar þess að FME og Seðlabankinn sameinuðust.
Umsækjendur um embættið eru:
- Ásgeir Brynjar Torfason, fyrrverandi lektor við Viðskiptafræðideild HÍ.
- Björk Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri lagalegs eftirlits og vettvangsathugana hjá Seðlabankanum.
- Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans.
- Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.
Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.