Sex umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits bárust forsætisráðuneytinu. Forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn. og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar.

Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabank­ans, baðst lausn­ar frá embættinu í janúar og mun láta af störfum í byrjun maí. Hún hefur gegndi starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) frá árinu 2012 og stöðu vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá árs­byrj­un 2020 í kjöl­far þess að FME og Seðlabankinn sameinuðust.

Umsækjendur um embættið eru:

  • Ásgeir Brynjar Torfason, fyrrverandi lektor við Viðskiptafræðideild HÍ.
  • Björk Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri lagalegs eftirlits og vettvangsathugana hjá Seðlabankanum.
  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans.
  • Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.

Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.