Jónína Guðmundsdóttir forstjóri Coripharma segir árið í ár marka tímamót hjá íslenska lyfjafyrirtækinu en félagið setti nýverið þrjú lyf sem fyrirtækið þróaði á markað og stefnir á að koma þremur lyfjum til viðbótar á markað fyrir árslok.
Á rúmum tveimur árum hefur Coripharma sótt um 8 milljarða með auknu hlutafé en stærstu hluthafar félagsins eru CP Invest slhf., félag í eigu Iðunnar framtakssjóðs og lífeyrissjóða, Eignarhaldsfélagið Hof, Snæból, og BKP Invest ehf.
Útboðsgengið í nýloknu hlutafjárútboði var 13,7 krónur og tóku flestir stóru hluthafar félagsins þátt.
„Núverandi hluthafarnir voru að koma mjög sterkir inn. Það má segja að nánast allir stærstu hluthafarnir hafi komið inn, nánast Pro Rata,“ segir Jónína.
CP Invest er stærsti hluthafi Coripharma en Iðunn framtakssjóður, sem er í vörslu Kviku banka, á helmingshlut í CP Invest, samkvæmt ársreikningi 2023. Frjálsi lífeyrissjóðurinn á síðan um 18% hlut, Almenni lífeyrissjóðurinn um 13% hlut og TM Tryggingar um 7%.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði