Ís­lenska lyfja­fyrir­tækið Corip­harma lauk ný­verið 1,8 milljarða hluta­fjár­aukningu en sam­kvæmt fé­laginu er um að ræða síðustu hluta­fjár­aukninguna fyrir skráningu á markað á næsta ári. Eftir öran vöxt síðustu ár sér Corip­harma fram á að tekju­flæði verði já­kvætt um ára­mótin 2025-2026.

Jónína Guð­munds­dóttir, for­stjóri Corip­harma, segir árið í ár marka tíma­mót hjá ís­lenska lyfja­fyrir­tækinu en fé­lagið setti ný­verið þrjú lyf sem fyrir­tækið þróaði á markað og stefnir á að koma þremur lyfjum til við­bótar á markað fyrir árs­lok.

Ís­lenska lyfja­fyrir­tækið Corip­harma lauk ný­verið 1,8 milljarða hluta­fjár­aukningu en sam­kvæmt fé­laginu er um að ræða síðustu hluta­fjár­aukninguna fyrir skráningu á markað á næsta ári. Eftir öran vöxt síðustu ár sér Corip­harma fram á að tekju­flæði verði já­kvætt um ára­mótin 2025-2026.

Jónína Guð­munds­dóttir, for­stjóri Corip­harma, segir árið í ár marka tíma­mót hjá ís­lenska lyfja­fyrir­tækinu en fé­lagið setti ný­verið þrjú lyf sem fyrir­tækið þróaði á markað og stefnir á að koma þremur lyfjum til við­bótar á markað fyrir árs­lok.

Á rúmum tveimur árum hefur Corip­harma sótt um 8 milljarða með auknu hluta­fé en stærstu hlut­hafar fé­lagsins eru CP Invest slhf., fé­lag í eigu Iðunnar fram­taks­sjóðs og líf­eyris­sjóða, Eignar­halds­fé­lagið Hof, Snæ­ból, og BKP Invest ehf. Út­boðs­gengið í ný­loknu hluta­fjár­út­boði var 13,7 krónur og tóku flestir stóru hlut­hafar fé­lagsins þátt.

„Nú­verandi hlut­hafar voru að koma mjög sterkir inn. Það má segja að nánast allir stærstu hlut­hafarnir hafi komið inn, pro rata,“ segir Jónína.

Á­skrif­endur geta lesið við­tal Við­skipta­blaðsins við Jónínu hér.