Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health sagði upp 26 starfsmönnum á starfsstöðvum sínum, bæði á Íslandi og erlendis, í síðustu viku. Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri Sidekick, segir að félagið hafi ráðist í endurskipulagningu á rekstri sínum í ljósi versnandi efnahagshorfa.

„Ég er afar þakklátur fyrir framlag okkar einstaka starfsfólks og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða þau við að leita á ný mið,“ segir Tryggvi í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

„Þó að fyrrnefndar breytingar séu erfiðar styrkja þær getu okkar til að byggja upp sjálfbært og öflugt fyrirtæki og halda áfram að bæta heilsu fólks um allan heim á komandi árum.“

Beina sjónum að kjarnaverkefnum

Fjölmörg stór tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki víða um heim hafa ráðist í umfangsmiklar hópuppsagnir á síðustu misserum, m.a. vegna mikillar verðbólgu, hækkandi vaxtarstigs og versnandi hagvaxtarhorfa.

„Þrátt fyrir að 2022 hafi verið hagfellt ár hjá Sidekick Health, meðal annars í fjölgun á notendum og samstarfsaðilum sem og tekjuvexti, hefur óvissa á mörkuðum aukist. Gert er ráð fyrir að hægi á hagvexti og jafnvel verði stöðnun í flestum viðskiptalöndum okkar. Líkt og önnur fyrirtæki í okkar geira þurfum við því að aðlaga stefnu okkar þegar kemur að vexti, fjárfestingu og fjárstýringu.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði