„Þegar Al­freð kom inn á markaðinn árið 2013 var það nýjung á ís­lenskum markaði fyrir at­vinnu­aug­lýsingar,” segir Anna Katrín Hall­dórs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Al­freðs ehf.

„Þetta var fyrsta app sinnar tegundar og ó­líkt fornum keppi­nautum sínum stólaði Al­freð ekki á birtingar í fjöl­miðlum. Með þessari sér­stöðu á­vann Al­freð sér miklar vin­sældir hjá fólki í at­vinnu­leit og fyrir­tækjum í leit að starfs­fólki.”

Anna Katrín segir að nú­orðið sé nafnið Al­freð nánast notað eins og sam­heiti fyrir at­vinnu­leit í ís­lensku máli

Það segir sitt um mikil­vægi þessa sprota­fyrir­tækis, sem er sí­ungt og rót­gróið í senn. Eftir rúm­lega tíu ára starf er hrein­lega erfitt að sjá fyrir sér ís­lenskt at­vinnu­líf án þeirra lausna sem Al­freð hefur að bjóða.” Nýjar á­skoranir á hverjum degi Anna Katrín hefur stýrt fyrir­tækinu í rúm­lega tvö ár og segir enga tvo daga eins. „Al­freð er lifandi og skemmti­legur vinnu­staður, þar sem nýjar á­skoranir mæta starfs­fólki á hverjum degi. At­vinnu­markaðurinn kallar á skjót við­brögð þegar þörfin kallar og hefur Al­freð lagt sig fram við að bregðast við breytingum í at­vinnu­lífinu. Við erum leiðandi á okkar sviði á Ís­landi og með­vituð um þá á­byrgð sem því fylgir,“ segir Anna Katrín. Hún bendir á að það séu fá­gæt gæði fyrir heila þjóð að geta skoðað megnið af tæki­færum til at­vinnu á einum stað.

„Við lítum á það sem skyldu okkar að við­halda þessum gæðum og auka við það hag­ræði, sem Al­freð hefur fært ís­lensku at­vinnu­lífi.“

Spurð út í rekstur Al­freðs á síðasta ári kveðst Anna Katrín á­nægð með út­komuna. „Fjöldi not­enda, bæði fólks og fyrir­tækja, helst í hendur við eftir­spurn eftir vinnu­afli og fram­kvæmda­gleði í sam­fé­laginu.

Fjöldi not­enda, bæði at­vinnu­leit­enda og fyrir­tækja, hefur aukist stöðugt síðustu ár. Við náðum að stýra rekstrinum örugg­lega í gegnum ólgu­sjó heims­far­aldurs og höfum að vissu marki notið góðs af þeim upp­gangi sem fylgdi í kjöl­farið.

Undan­farin ár hafa fært okkur aukið svig­rúm til að betr­um­bæta þjónustuna og þróa nýjar lausnir. Við erum sí­fellt að finna upp á ein­hverju nýju, þróa og betr­um­bæta.

Upp á síð­kastið höfum við lagt mikla vinnu í að straum­línu­laga þjónustu okkar og kerfi til að auð­velda sér­leyfis­höfum Al­freðs að fóta sig á er­lendum markaðs­svæðum. Al­freð er í Tékk­landi, á Möltu og í Fær­eyjum og við sjáum fram á að fjölga í hópi sér­leyfis­hafa á næstunni,“ segir Anna Katrín.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Blaðið er opið öllum og hægt er að skoða það hér.