Gjaldþrotum sprotafyrirtækja í Bandaríkjunum hefur fjölgað um ríflega 60% á einu ári samkvæmt gögnum Carta, upplýsingatæknifyrirtækis á sviði vísifjárfestinga.
Gjaldþrotum sprotafyrirtækja í Bandaríkjunum hefur fjölgað um ríflega 60% á einu ári samkvæmt gögnum Carta, upplýsingatæknifyrirtækis á sviði vísifjárfestinga.
Samkvæmt upplýsingum Carta þá fóru 254 fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem höfðu sótt sér fjármagn frá vísisjóðum, í þrot á fyrsta ársfjórðungi. Tíðni gjaldþrota er um sjöfalt hærri í dag en þegar Carta byrjaði hóf mælingar árið 2019.
Í frétt Financial Times er aukin tíðni gjaldþrota sprotafyrirtækja rakin til þess að fjöldi vaxtarfyrirtækja sem sótti sér fjármagn á árunum 2021-2022, þegar virði tæknifyrirtækja hækkaði skarpt, hefur átt í vandræðum með að fjármagna sig í núverandi hávaxtarumhverfi.
Greinandi hjá Morgan Stanley, sagði í bréfi til viðskiptavina að aukin tíðni gjaldþrota skýrist einkum af því að óvenju mörg fyrirtæki sóttu sér óvenju mikið fjármagn á árunum 2021-2022. Hann sagði þau fyrirtæki sem höfðu fengið fjármagn frá vísifjárfestum vera samtals með um 4 milljónir starfsmenn. Fækki gjaldþrotum sprotafyrirtækja ekki á næstunni, þá gæti það haft í för með sér smitáhrif á restina af bandaríska hagkerfinu að hans sögn.
Yfirmaður greiningar hjá Carta sagði að fjöldi fyrirtækja sem hefur tekist að sækja nýtt fjármagn á innan við tveimur árum frá síðustu fjármögnunarlotu hefði fækkað verulega að undanförnu.
Haft er eftir stjórnanda endurskoðunarfyrirtækis sem þjónustar hundruð sprotafyrirtækja að þau fyrirtæki sem hafa tekist að sækja sér nýtt fjármagn í ár séu að meðaltali með árlegan tekjuvöxt upp á 600%.