Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við að undirbúa opnun nýs veitingastaðar í gamla pósthúsinu við Pósthússtræti 5 í miðborg Reykjavíkur. Siggi stendur ekki einn í þessu því með honum Haraldur Eiríksson, sem þekktur er í veiðiheiminum en hann er með laxveiðiárnar Laxá í Kjós og Hítará á leigu.

Ný staðurinn, sem þeir félagar eru að opna, nefnist Enoteca. Þeir sem ferðast hafa til Ítalíu þekkja margir þetta orð og margir hafa eflaust rambað inn á staði með þessu sama nafni, fengið sér vínglas og hráskinku.

Ítalski andinn

„Við Haraldur elskum báðir Ítalíu,” segir Siggi. “Þess vegna ákváðum við að nefna staðinn Enoteca og láta ítalska andann svífa yfir vötnum. Með okkur verður síðan Birna Blöndal, sem er frábær kokkur með reynslu hér heima og erlendis frá og Eva Björk Helgadóttir, verður rekstrarstjóri.

Best er að lýsa staðnum sem vínbar, þar sem boðið verður upp á létta ítalska rétti eða það sem Ítalinn kallar antipasti. Við verðum með gríðarlegt úrval léttvína, pastarétti, kalda rétti og auðvitað platta með ítölskum og spænskum skinkum og pylsum og ostum.

Öll vínin hjá okkur eru sérvalin. Við verðum með mjög gott úrval ítalskra vína enda er Ítalía eitt stórt vínhérað alveg frá tá og upp að hné. Að þessu sögðu verðum við einnig með vín frá mörgum öðrum löndum eins og Frakklandi og Spáni, svo ég nefni eitthvað.Mörg þessara vína verða á mjög alþýðlegu verði en svo erum við líka með vín fyrir þá sem vilja gera virkilega vel við sig eða slá út hárið eins og Norðmennirnir segja — slå ut håret. Einnig verðum við búbblur, prosecco, kampavín og cava.

Þó við Haraldur höfum oft farið til Ítalíu og elskum landið þá erum við auðvitað íslenskir þess vegna munum við líka bjóða upp á pasta með hreindýrabollum og fyrir jólin verðum við fjórreykt hangikjöt.“

Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við að undirbúa opnun nýs veitingastaðar í gamla pósthúsinu við Pósthússtræti 5 í miðborg Reykjavíkur. Siggi stendur ekki einn í þessu því með honum Haraldur Eiríksson, sem þekktur er í veiðiheiminum en hann er með laxveiðiárnar Laxá í Kjós og Hítará á leigu.

Ný staðurinn, sem þeir félagar eru að opna, nefnist Enoteca. Þeir sem ferðast hafa til Ítalíu þekkja margir þetta orð og margir hafa eflaust rambað inn á staði með þessu sama nafni, fengið sér vínglas og hráskinku.

Ítalski andinn

„Við Haraldur elskum báðir Ítalíu,” segir Siggi. “Þess vegna ákváðum við að nefna staðinn Enoteca og láta ítalska andann svífa yfir vötnum. Með okkur verður síðan Birna Blöndal, sem er frábær kokkur með reynslu hér heima og erlendis frá og Eva Björk Helgadóttir, verður rekstrarstjóri.

Best er að lýsa staðnum sem vínbar, þar sem boðið verður upp á létta ítalska rétti eða það sem Ítalinn kallar antipasti. Við verðum með gríðarlegt úrval léttvína, pastarétti, kalda rétti og auðvitað platta með ítölskum og spænskum skinkum og pylsum og ostum.

Öll vínin hjá okkur eru sérvalin. Við verðum með mjög gott úrval ítalskra vína enda er Ítalía eitt stórt vínhérað alveg frá tá og upp að hné. Að þessu sögðu verðum við einnig með vín frá mörgum öðrum löndum eins og Frakklandi og Spáni, svo ég nefni eitthvað.Mörg þessara vína verða á mjög alþýðlegu verði en svo erum við líka með vín fyrir þá sem vilja gera virkilega vel við sig eða slá út hárið eins og Norðmennirnir segja — slå ut håret. Einnig verðum við búbblur, prosecco, kampavín og cava.

Þó við Haraldur höfum oft farið til Ítalíu og elskum landið þá erum við auðvitað íslenskir þess vegna munum við líka bjóða upp á pasta með hreindýrabollum og fyrir jólin verðum við fjórreykt hangikjöt.“

Staðirnir í Mathöllinni

Leifur Welding, einn eigenda mathallarinnar við Pósthússtræti, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í september að aðeins brot af þeim veitingamönnum sem hefðu sýnt áhuga hafi hreppt pláss. Nú í vikunni var svo tilkynnt hvaða staðir verða í mathöllinni en það eru:

Bangrha - Indverskur matur.

Djusi Sushi -Japanskur matur .

Drykk bar - Kokteilar o.fl.

Enoteca - Ítalskt þema.

Finsen - Franskur bistro.

Fuku Mama - Asískt grill.

Mossley - Taco og vængir.

Pizza Popolare - Pizzur.

Yuzu Burger - Hamborgarar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.