Sigurður Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Siggi kokkur, Burger Jesus og Brisket Satan, sigraði Besta götubitann á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina.

Hann tók einnig þátt í keppninni í fyrra en Siggi rak meðal annars Hamborgarabúllu Tómasar í London í fjögur ár. Sigurður mun þá keppa fyrir Íslands hönd í lokakeppni European Street Food Awards sem haldin verður í Þýskalandi í lok september.

Sigurður Gunnlaugsson, einnig þekktur sem Siggi kokkur, Burger Jesus og Brisket Satan, sigraði Besta götubitann á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina.

Hann tók einnig þátt í keppninni í fyrra en Siggi rak meðal annars Hamborgarabúllu Tómasar í London í fjögur ár. Sigurður mun þá keppa fyrir Íslands hönd í lokakeppni European Street Food Awards sem haldin verður í Þýskalandi í lok september.

„Þessi hátíð, menn eiga bara skilið að fá Fálkaorðuna fyrir svona. Í fyrra var í fyrsta skipti sem mér leið eins og ég byggi í alvöru borg. Innflytjendurnir eru að koma með sinn mat, ekki bara einhverjir plebbar úr Garðabænum að gera tacos.“

Sigurður bætir við að fólk leggi mikinn metnað í eldamennskuna á keppninni og að hún snúist frekar um ástríðu en sölu og gróða. „Þetta er ekki vinnan mín, þetta er lífið mitt.“

Í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra sagði Sigurður að hann hefði fengið nafnið Burger Jesus þegar hann bjó í London.

„Ég var í nokkur ár yfir eldhúsinu hjá Tommy‘s. Það vildi svo til að þar var ég töluvert skeggjaðri og síðhærðari á þeim tíma, þannig menn fóru að fleygja þessu á mig – You‘re like a burger Jesus! Ég tók svo vel í það að ég bara rúllaði með nafnið,“ segir Siggi.