„Við vorum rétt í þessu að klára að selja frá okkur rekstur Bryggjunnar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður í samtali við blaðamann. „Síðustu ár í Covid hafa verið virkilega erfið og við höfum verið í mjög erfiðri stöðu.“ Á meðal kaupenda að Bryggjunni eru yfirkokkur staðarins, Hjálmar Jakob Grétarsson og yfirveitingastjórinn Jóel Salómon Hjálmarsson.
„Ég er mjög glaður með það að hafa selt Bryggjuna til þeirra. Þarna eru lykilstarfsmenn sem þekkja alla króka og kima staðarins og hafa góða framtíðarsýn. Þetta er svolítið eins og að yfirgefa litla barnið sitt og það er gott að vita að þetta er í góðum höndum.“
Hann segir að með sölu Bryggjunnar muni hann geta einbeitt sér betur að Minigarðinum. „Það er mikið sem þarf að klára í Minigarðinum sem hefur ekki enn verið klárað. Við fórum af stað með þetta verkefni í desember 2019 en settum hlé á það í Covid.“
Nánar er rætt við Sigmar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.