Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember í kjördæminu. Sjálfur býður hann sig fram í annað sæti.

Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Með þessu segist Sigurður Ingi leggja sjálfan sig undir en eins og hann bendir á í færslunni nær flokkurinn engum manni inn í Suðurkjördæmi.

„Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi,“ skrifar Sigurður Ingi og bætir við:

„Ég býð Höllu Hrund velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks. Ég er fullviss um að þessi nýja rödd Framsóknar og samvinnustefnunnar muni hljóma sterk fyrir kjördæmið og landið allt á Alþingi Íslendinga.“

Færsluna má sjá í heild hér að neðan.