Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sent Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu erindi vegna net­sölu á­fengis til neyt­enda hér á landi.

Í erindinu minnir Sigurður lög­regluna á ein­okunar­stefnu stjórn­valda og að ÁTVR eigi sam­kvæmt á­fengis­lögum einka­rétt á að selja á­fengi í smá­sölu og að það séu viður­lög við brotum á því.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sent Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu erindi vegna net­sölu á­fengis til neyt­enda hér á landi.

Í erindinu minnir Sigurður lög­regluna á ein­okunar­stefnu stjórn­valda og að ÁTVR eigi sam­kvæmt á­fengis­lögum einka­rétt á að selja á­fengi í smá­sölu og að það séu viður­lög við brotum á því.

„Undan­farið hefur net­sala á­fengis til neyt­enda færst nokkuð í aukana hér á landi, undir því for­orði að í þeim við­skiptum felist inn­flutningur af hálfu neyt­enda. Þessi þróun hefur orðið til­efni til um­ræðu í sam­fé­laginu, m.a. í tengslum við mark­mið laga um að stýra að­gengi að á­fengi, draga úr skað­legum á­hrifum á­fengis­neyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu á­fengis,” segir í erindi Sigurðar.

Sam­flokks­maður Sigurðar, Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra, sendi fjár­mála­ráðu­neytinu bréf um málið þann 5. júní þar sem bent er á að með úr­skurðum dags. 18. mars 2022 hafi Héraðs­dómur Reykja­víkur vísað frá málum sem ÁTVR höfðaði gegn tveimur selj­endum á­fengis.

Þannig hafi í reynd ekki reynt efnis­lega fyrir dóm­stólum á hvort starf­semi ýmissa net­verslana með á­fengi á Ís­landi sé lög­mæt.

„Starf­semi net­verslana með á­fengi hefur gefið ráðu­neytinu til­efni til að yfir­fara laga­um­hverfi smá­sölu með á­fengi og ný­lega óskaði ráðu­neytið eftir með­fylgjandi lög­fræði­á­liti vegna þessa. Í á­litinu er gerð grein fyrir gildandi laga­um­hverfi og helstu laga­á­kvæðum sem tengjast smá­sölu, sem eru á for­ræði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra, auk á­kvæða EES-samningsins,” segir í erindi Sigurðar.

Í bréfi Sigurðar segir að sam­kvæmt á­litinu kunni smá­sala á­fengis í gegnum net­verslanir, sem fram fer hér á landi á vegum annarra aðila en ÁTVR, í ein­hverjum til­vikum að vera ó­lög­mæt.

Meta þurfi þó í hverju máli hvort sala í gegnum net­verslun feli í sér lög­mætan inn­flutning á­fengis er­lendis frá eða ó­lög­mæta smá­sölu.

„Ráðu­neytinu er kunnugt um að ÁTVR hafi kært brot á smá­sölu á­fengis til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í júní 2020. Hins vegar virðist ekki liggja fyrir hvort starf­semi net­verslana með á­fengi hafi verið tekin til skoðunar í kjöl­far þeirrar kæru, m.a. með til­liti til þess hvort slíkar verslanir hafi með höndum inn­flutning til neyt­enda eða hvort stað­festa við­komandi fyrir­tækja er­lendis sé til mála­mynda. Um­rædd starf­semi net­verslana kann að fela í sér brot á lögum. Í ljósi þess og með vísan til á­hrifa sem hún kann að hafa á lýð­heilsu vekur ráðu­neytið at­hygli Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á framan­greindum á­lita­efnum,“ segir að lokum í bréfi Sigurðar.