Sig­urður Gísli Björns­son, fyrr­ver­andi eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða, neitaði sök fyr­ir héraðsdómi í dag í svo­kölluðu Sæ­marks-skatta­máli.

Mbl greinir frá málinu og segir að Sigurður hafi mætt til þingfestingar með Þorstein Einarsson lögmann.

Hann neitaði al­farið sök bæði fyr­ir hönd ákærða HK68 ehf. (áður Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir) og vegna sakarefna sem snúa að hans eigin persónu.

Fyrr í mánuðinum greindi Viðskiptablaðið frá því að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafi ákært þrjá í einu umfangsmesta skattsvikamáli Íslands. Málið hefur verið kennt við Sigurð og fyrirtæki hans.

Sigurður Gísli er á­kærður fyrir að hafa staðið skil á efnis­lega röngum skatt­fram­tölum Sæ­mark á árunum 2010 til 2016. Sam­kvæmt em­bættinu voru rekstar­tekjur fé­lagsins van­fram­taldar vegna rang­færðra af­slátta í tengslum við vöru­sölu tveggja fyrir­tækja.

Í einu málinu nemur upphæðin tæpum 2,5 milljónum en upphæðin er mun hærri í máli hins eða tæpar 232 milljónir.