Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkaði um 7,4% í 441 milljóna króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 103,5 krónum á hlut sem er 78% hækkun frá útboðsgengi A-tilboðsbókar félagsins. En félagið tilkynnti í gærkvöldi um kaup á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík á 31 milljarð króna.
Sjá einnig: Hlutabréf SVN rjúka upp eftir kaupin á Vísi & Síldarvinnslan kaupir Vísi á 31 milljarð
Af 22 félögum voru 12 græn eftir viðskipti dagsins en 5 voru rauð. Þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,2% í dag og heildarvelta nam 1,7 milljörðum króna. Þá var mest velta með bréf Síldarvinnslunnar en næst mest var velta með bréf Icelandair Group en hún nam 217 milljónum króna en gengi bréfa félagsins lækkuðu um 2,2% og lækkuðu þar með mest í dag.
Hlutabréfaverð Sjóvá hækkaði um 2,3% í 122 milljóna króna viðskiptum og hækkuðu næst mest í viðskiptum dagsins.
Á First North markaði lækkuðu bréf Alvogen um 4,2% í 37 milljóna króna viðskiptum. Félagið var skráð á First North markað þann 23. júní síðastliðinn en síðan þá hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 11%.