Silvio Berlusconi, fjölmiðlamógull og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn 86 ára að aldri. Berlusconi leiddi þrjár ríkisstjórnir fyrir flokk sinn Forza Italia á árunum 1994 til 2011.

Stjórnmálaferil hans var litríkur og á köflum stormasamur en hann var neyddur til að segja af sér vegna skuldastöðu landsins árið 2011 og var hann síðan sakfelldur fyrir skattalagabrot árið 2012.

Hann stofnaði og rak Mediaset stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan á árunum1986 til 2017.

Flokkur Berlusconi komast aftur til valda í fyrra í samsteypustjórn undir forystu Giorgia Meloni.

Silvio Berlusconi, fjölmiðlamógull og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn 86 ára að aldri. Berlusconi leiddi þrjár ríkisstjórnir fyrir flokk sinn Forza Italia á árunum 1994 til 2011.

Stjórnmálaferil hans var litríkur og á köflum stormasamur en hann var neyddur til að segja af sér vegna skuldastöðu landsins árið 2011 og var hann síðan sakfelldur fyrir skattalagabrot árið 2012.

Hann stofnaði og rak Mediaset stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan á árunum1986 til 2017.

Flokkur Berlusconi komast aftur til valda í fyrra í samsteypustjórn undir forystu Giorgia Meloni.

Berlusconi greindist með hvítblæði fyrir skömmu og dvaldi á sjúkrahúsi í sex vikur í vor vegna lungnabólgu og sýkingar tengd hvítblæðinu. Hann kvæntist tvisvar og átti fimm börn.