Þúsundir farsímanotenda í Bandaríkjunum áttu í vandræðum með farsímaþjónustu fyrirtækisins AT&T í morgun. Rúmlega 75 þúsund tilkynningar höfðu borist þjónustufyrirtækinu Downdetector um klukkan 8:30 í morgun að staðartíma.

Sumir notendur AT&T greindu frá vandamálinu á samfélagsmiðlum og sögðu að símar þeirra væru fastir í SOS-stillingu, sem þýðir að það hafi aðeins verið hægt að hringja í neyðarlínuna.

Sambandsleysið var víðtækt í stórborgunum Atlanta, Dallas, Houston, New Orleans, Oklahoma City og Raleigh í Norður-Karólínu.

Talsmaður AT&T segir að fyrirtækið hafi hvatt viðskiptavini til að notast við Wi-Fi stillinguna til að hringja þar til þjónustan verði aftur virk.