Sindri Sigurjónsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra trygginga og tjóna hjá VÍS hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu og snúa sér að eigin rekstri.
Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu frá Skaga.
Sindri var áður framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Expectus og starfaði hann við ráðgjöf og stefnumótun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, samkvæmt heimasíðu VÍS.
„Ég þakka Sindra fyrir farsælt samstarf og hans framlag til félagsins. Um leið óska ég honum velfarnaðar í nýjum verkefnum,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS í tilkynningu.
Sindri kom inn í framkvæmdastjórn VÍS í maí árið 2023 eftir breytingar hjá vátryggingarfélaginu.