Sindri Sigur­jóns­son, sem gegnt hefur stöðu fram­kvæmda­stjóra trygginga og tjóna hjá VÍS hefur á­kveðið að láta af störfum hjá fé­laginu og snúa sér að eigin rekstri.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Skaga.

Sindri var áður fram­kvæmda­stjóri ráð­gjafa­fyrir­tækisins Expectus og starfaði hann við ráð­gjöf og stefnu­mótun hjá mörgum af stærstu fyrir­tækjum landsins, sam­kvæmt heima­síðu VÍS.

Sindri Sigur­jóns­son, sem gegnt hefur stöðu fram­kvæmda­stjóra trygginga og tjóna hjá VÍS hefur á­kveðið að láta af störfum hjá fé­laginu og snúa sér að eigin rekstri.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Skaga.

Sindri var áður fram­kvæmda­stjóri ráð­gjafa­fyrir­tækisins Expectus og starfaði hann við ráð­gjöf og stefnu­mótun hjá mörgum af stærstu fyrir­tækjum landsins, sam­kvæmt heima­síðu VÍS.

„Ég þakka Sindra fyrir far­sælt sam­starf og hans fram­lag til fé­lagsins. Um leið óska ég honum vel­farnaðar í nýjum verk­efnum,“ segir Guð­ný Helga Her­berts­dóttir for­stjóri VÍS í til­kynningu.

Sindri kom inn í framkvæmdastjórn VÍS í maí árið 2023 eftir breytingar hjá vátryggingarfélaginu.