Breski milljarða­mæringurinn Sir Christopher Hohn mun greiða sér út 276 milljóna punda arð í ár sem sam­svarar rúm­lega 48 milljörðum ís­lenskra króna.

Hohn er vogunar­stjóri TCI fjár­festinga­sjóðsins sem Rishi Sunak for­sætis­ráð­herra Bret­lands vann meðal annars hjá á árunum 2006 til 2009.

Arð­greiðsla Hohn nemur um 1,1 milljónum punda fyrir hvern unninn dag sem sam­svarar ríf­lega 193 milljónum króna.

Sonur bifvélavirkja frá Jamaíka

Arð­greiðslan er þó lægri í ár en í fyrra en hagnaður fjár­festinga­sjóðs Hohn dróst saman um 48% milli ára.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian er talið að arð­greiðslan í ár fari að mestu beint inn í góð­gerðar­fé­lag Hohn, Children‘s Invest­ment Fund Founda­tion, sem vinnur að því að bæta stöðu bág­staddra barna víða um heim.

Hohn, sem er metinn á 6,2 milljarða Banda­ríkja­dali, er sonur bif­véla­virkja frá Jamaíku sem kom til Bret­lands á sjöunda ára­tugnum. Hann stofnaði TCI fjár­festinga­sjóðinn árið 2003.

Gaf 132 milljarða til góðgerðamála 2021

Hohn 405 ríkasti maður í heimi en í frétt The Guar­dian er greint frá því að hann gæti verið mun ofar á þeim lista ef hann gæfi ekki í­trekað meiri­hluta af hagnaði sínum til góð­gerðar­mála á hverju ári.

Í maí á þessu ári sagði Sunday Times Hohn vera „ör­látasta mann Bret­lands“ eftir að það var greint frá því að hann hafi gefið góð­gerðar­sam­tökum 755 milljónir punda árið 2021, sem sam­svarar um 132 milljörðum króna á gengi dagsins.

Fram­lög Hohn til góð­gerðar­mála lækkuðu þó tölu­vert í fyrra er hann gaf 309 milljón pund til góð­gerðar­mála en lækkunin er í sam­ræmi við lækkun á virði eigna­safns TCI sem fór úr 5,9 milljörðum punda í 5 milljarða.