Play sér fram á að skila fjögurra milljóna dala hagnaði á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur 550 milljónum króna. Áætlað er að handbært fé verði um 39 milljónir dala, eða nærri 5,3 milljarðar króna, við lok þriðja ársfjórðungs og 28 milljónir dala, eða 3,8 milljarðar króna, í árslok. Er það mat félagsins að ekki sé þörf á auknu fé til rekstursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu en mat stjórnenda, sem byggir á stjórnendauppgjörum á fyrstu tveimur mánuðum þriðja ársfjórðungs og spá um niðurstöðu septembermánaðar, er að rekstrarhagnaður verði um 1,3 milljarðar króna, samanborið við 180 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2022.

Play sér fram á að skila fjögurra milljóna dala hagnaði á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur 550 milljónum króna. Áætlað er að handbært fé verði um 39 milljónir dala, eða nærri 5,3 milljarðar króna, við lok þriðja ársfjórðungs og 28 milljónir dala, eða 3,8 milljarðar króna, í árslok. Er það mat félagsins að ekki sé þörf á auknu fé til rekstursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu en mat stjórnenda, sem byggir á stjórnendauppgjörum á fyrstu tveimur mánuðum þriðja ársfjórðungs og spá um niðurstöðu septembermánaðar, er að rekstrarhagnaður verði um 1,3 milljarðar króna, samanborið við 180 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2022.

Fagna hagnaði yfir sumartíðinni

Í tilkynningunni er tekið fram að flugfélagið hafi skilað 1,6 milljarða króna hagnaði frá júní til ágúst en það sé í fyrsta sinn sem félagið skilar hagnaði á sumarmánuðunum. Tekjur hafi þá verið nær tvöfalt hærri en á sama tímabili í fyrra. Sætanýting yfir sumarið nam 89% en Play flutti 537 þúsund farþega í sumar.

Engu að síður er búist er við að rekstrartap á árinu 2023 verði um tíu milljónir dala en félagið skilaði rekstrartapi upp á 44 milljónir dala á árinu 2022. Áætlaðar tekjur 2023 verði um 280 milljónir dala. Árið 2024 er áætlað að tekjur verði um 340 milljónir dala og að félagið skili rekstrarhagnað.

„Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningu. Félagið hafi náð góðri fótfestu á lykilmörkuðum þrátt fyrir ýmsar áskoranir.

„Lausafjárstaða okkar er góð og þegar tekið hefur verið tillit til fjárfestinga í stækkun flota er sjóðstreymi í jafnvægi. Þess vegna ætlum við ekki sækja aukið hlutafé við núverandi markaðsaðstæður. Eftir að hafa stækkað hratt á skömmum tíma höfum við náð þeirri stærð sem stefnt var að til að reka skilvirkt og arðbært félag og getum nú einblínt á að auka hagkvæmni enn frekar. Ég vil þakka öllu starfsfólki PLAY fyrir framúrskarandi vinnu og óska þeim til hamingju með þeirra afrek og árangur.”