Ný ferðamannaupplifun opnar í vikunni á Hafnartorgi en hún gerir ferðamönnum kleift að ferðast um landið án þess að yfirgefa sætið sitt. Saga VR notast við sýndarveruleikagleraugu til að sýna gestum Ísland í allri sinni dýrð.

Sigurjón Sighvatsson, stofnandi Saga VR, segir að fyrirtækið eigi sér langa sögu að baki en hann byrjaði sjálfur að gera tilraunir með sýndarveruleikagleraugu árið 2019.

„Tæknin var þá tiltölulega ófullkomin á þeim tíma en við vorum samt sem áður með þessa hugmynd. Svo kom Covid og eftir það var enginn að spá í að gera ferðaþjónustu með sýndarveruleikagleraugu.“

Sigurjón var þá búsettur í Los Angeles en flutti heim þegar heimsfaraldur skall á. Hann hafði þá verið í sambandi við hálfíslenska listamanninn Leif Keaulana Einarsson. Leifur er búsettur á Hawaii en hefur unnið að tæknibrellum fyrir kvikmyndir á borð við X-Men og The Kite Runner.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.