Um er að ræða meiri sjálfbærnisregluverk frá Evrópusambandinu en CSRD reglugerðin skikkar fyrirtæki til að veita með heildstæðum hætti upplýsingar um árangur á sviði sjálfbærni, óefnislega virðisþætti og hvernig viðskiptamódel er háð þessum þáttum, byggt á stöðlum European Sustainability Reporting Standards eða ESRS, sem gefnir hafa verið út af EFRAG, European Financial Reporting Advisory Group.
Upplýsingarnar skulu ná til allrar virðiskeðju (ekki bara aðfangakeðju) viðkomandi fyrirtækis.
Frumvarp um reglugerðina hefur ekki verið birt í samráðsgátt en samkvæmt sérfræðingum í reikningsskilum og sjálfbærni sem Viðskiptablaðið hafði samband við þurfa íslensk fyrirtæki líklegast að skila þessum upplýsingum fyrr en á fjárhagsárinu 2025.
Forveri CSRD-reglugerðarinnar var NFRD (e. Non-Financial Reporting Directive) en gildissviðið er stækkað með nýju reglugerðinni.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði