Dótturfélag tæknirisans Amazon, Zoox, prófaði á dögunum sjálfkeyrandi leigubíla á götum úti sem félagið hefur verið með í þróun síðustu ár.

Prófanirnar komu vel út að sögn félagsins og það styttist því í að þjónustan verði í boði fyrir almenning.

Hluti af starfsfólki Amazon fékk að sitja í er sjálfkeyrandi leigubíllinn fór í jómfrúarferðina.