Sjálfstæðisflokkurinn mælist eftir í nýrri könnun Maskínu um fylgi flokka í borgarstjórn. Flokkurinn mælist með 29,2% samanborið við 25,5% í fyrri könnun frá því í júní sl.
Sjálfstæðisflokkurinn tekur þar með fram úr Samfylkingunni sem mældist efstur í síðustu könnun Maskínu. Fylgi Samfylkingarinnar í borginni lækkar úr 29,4% í 25,0% milli kannana.
Þriðji stærsti flokkurinn er Viðreisn sem bætir við sig tveimur prósentustigum og fer úr 12,2% í 14,4%. Þar á eftir koma Píratar með 7,4% en þeir mældust síðast með 5,8%.
Athygli vekur að fylgi Framsóknar, sem fékk 18,9% í síðustu sveitarstjórnarkosningum, lækkar áfram og mælist nú 3,3%.
Miðflokkurinn er fimmti stærsti flokkurinn í borginni með 6,0%, þar á eftir kemur Sósíalistaflokkurinn með 5,2% og Flokkur fólksins og VG með 4,6% hvor.

Könnun Maskínu fór fram frá 18. til 25. ágúst 2025 og voru svarendur 1.029 talsins. Svarendur eru 18 ára og eldri með búsetu í Reykjavík.