Í ítarlegri úttekt Copenhagen Economics á hagfræðilegum áhrifum nauðsynlegra samninga sem Eimskip og Samskip gerðu sín á milli á meintu samráðstímabili Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að áhrif þess á neytendur og viðskiptavini skipafélaganna hafi í raun verið engin.
Í álitinu, sem danska greiningarfyrirtækið skilaði af sér í byrjun febrúar, er komist að afdráttarlausri niðurstöðu um að viðskiptin milli skipafélaganna, sem voru afar lítill hluti af skipaflutningum á Íslandi í heild, gætu ekki talist hafa haft það markmið að raska samkeppni eða haft neikvæð áhrif á samkeppni í reynd.
Greiningarfyrirtækið gengur enn lengra og segir Samkeppniseftirlitið á Íslandi ekki hafa fylgt dómaframkvæmd Evrópudómstólsins sem og leiðbeiningareglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (sem sinnir samkeppniseftirliti innan ESB) með því gera sjálfstæða greiningu á því hvort samningar samkeppnisaðila hafi skaðað samkeppni. En slíkir samningar eru ekki sjálfkrafa brot á samkeppnislögum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði