Sjávarút­vegs­félögin BRIM, Síldar­vinnslan og Ís­félagið hafa orðið fyrir veru­legri lækkun á markaðsvirði á árinu 2025. Saman­lögð lækkun þeirra nemur rúm­lega 67 milljörðum króna.

Sé tekið mið af gengi félaganna í kaup­höllinni í byrjun árs, fjölda hluta og núverandi gengis, hefur markaðsvirði Brims farið úr 141,7 milljörðum í 116,4 milljarða króna. Markaðsvirði Síldar­vinnslunnar hefur lækkað úr 168,2 milljörðum í 146,8 milljarða króna. Á sama tími­bili hefur markaðsvirði Ís­félagsins farið úr 122,5 milljörðum í 101,5 milljarða króna.

Árið 2024 varð loðnu­brestur sem hafði víðtæk áhrif á sjávarút­veginn. Þá hefur yfir­vofandi hækkun veiði­gjalda einnig haft tölu­verð áhrif.

Sam­kvæmt greiningu Jakobs­son Capi­tal, um áhrif hækkunar veiði­gjalda á verðmæti og arð­semi sjávarút­vegs­félaganna þriggja í Kaup­höllinni, er gert ráð fyrir enn meiri rýrnun á virði sjávarút­vegs­félaganna.

Í greiningunni er varað við því að komi jafn­framt til ytri áfalla, eins og meðal annars loðnu­brests eða við­skipta­stríðs, sé hætta á að sjávarút­vegur verði „ekki lengur einn af máttar­stólpunum í ís­lensku at­vinnulífi.“

Verðmæti sjávarút­vegs­félaganna þriggja í Kaup­höllinni, sem eru að tals­verðum hluta í eigu líf­eyris­sjóða, mun að sögn Jakobs­sen Capi­tal rýrna um 53 milljarða króna.

Í ný­birtum árs­reikningi Vinnslu­stöðvarinnar (VNV) tapaði félagið 3,5 milljónum evra, eða um hálfum milljarði króna, einkum vegna loðnu­brests. Er þetta í annað skipti á síðustu 25 árum sem félagið er rekið með tapi.

Guð­mundur Arnar Gunnars­son, stjórnar­for­maður VNV, sagði á aðal­fundi út­gerðarfélagsins í gær að verði boðaðar hækkanir ríkis­stjórnarinnar á veiðigjöldum að veru­leika muni Vinnslu­stöðin ekki geta fjár­fest eins og gert hafi verið á undan­förnum árum.

Með áfram­haldandi óvissu í loðnu­veiðum og hækkun veiði­gjalda standa sjávarút­vegs­félögin frammi fyrir krefjandi tímum. Að­gerðir stjórn­valda og aðlögun fyrir­tækjanna að þeim áformum munu ráða miklu um hvernig greinin tekst á við þessar áskoranir.

„Tími er kominn til að endurnýja verulega skipakost félagsins og liggja fyrir teikningar af nýjum þriggja og fjögurra mílna bátum. Smíði 3ja mílna togbáta hafði verið boðin út og verðtilboð höfðu borist. Skipin voru hönnuð með sama hætti og Breki, með stórri og hæggengri skrúfu sem myndi minnka kolefnisspor útgerðar okkar til muna,“ sagði Guðmundur Örn.

„Stefnt var að því að semja um smíði skipanna á haustdögum, eða í kjölfar þess að við sæjum fram á loðnukvóta á næsta ári. Þessum áformum hefur nú verið slegið á frest vegna stefnu stjórnvalda um að liðlega tvöfalda veiðigjöld.”