Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 1,05% í viðskiptum dagsins. Lokagildi vísitölunnar stóð í 2.516,64 stigum.
Hlutabréfaverð JBT Marel leiddi hækkanir á aðalmarkaði er gengi félagsins hækkaði um 3,15% í þriggja milljóna króna viðskiptum.
Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 11% frá því á þriðjudaginn og stendur dagslokagengið í 13.100 krónum.
Gengi bréfa Haga og Festi koma þar á eftir. Hlutabréfaverð Haga hækkaði um 2,78% í 72 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa Festi hækkaði um 2,68% í 305 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði Skel um rúmlega 2,5% í tveggja milljóna króna viðskiptum.
Mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,32%. Þar á eftir koma 501 milljón króna viðskipti með bréf Heima sem hækkuðu um 2,25% í viðskiptum dagsins.
Sjávarútvegsfyrirtækin lækka
Á hinum endanum lækkaði gengi bréfa Alvotech um 4,59% í 196 milljóna króna viðskiptum. Dagslokagengi félagsins stendur í 1.040 krónum á hlut.
Sjávarútvegsfyrirtækin á markaði lækkuðu öll í viðskiptum dagsins. Ísfélagið lækkaði um 1,54%, Síldarvinnslan um 1,21% og Brim um 0,81%. Þá lækkaði Hampiðjan um 0,93% í viðskiptum dagsins, en hlutabréfaverð Iceland Seafood stóð í stað.
Gengi bréfa flugfélagsins Play lækkaði þá um 0,75% í örviðskiptum. Dagslokagengi félagsins stendur í 0,66 krónum á hlut. Heildarvelta á aðalmarkaði nam þremur milljörðum króna.