Hlutabréf í Iceland Seafood lækkuðu mest í Kauphöllinni í dag, eða um 7,3% í 230 milljóna króna viðskiptum. Lækkunin kemur í kjölfar uppgjörstilkynningar þar sem fyrirtækið sagðist meðal annars ætla að selja starfsemi sína í Bretlandi. Hlutabréf í félaginu hafi nú alls lækkað um 53% það sem af er ári.
Mest var hækkunin á verði bréfa í Marel, en hækkunin nam 2,7% í 152 milljóna króna viðskiptum. Viðskipti með bréf í Arion banka voru mest í dag og námu 466 milljónum króna. Bréf í Arion banka, Íslandsbanka, VÍS og Nova lækkuðu um 0,3 til 1,2% í viðskiptum dagsins.
Heildarvelta í Kauphöllinni nam 1,8 milljörðum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,8%.