Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær og hefur staða verslunarstjóra í tveimur vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu verið lögð niður. Þetta kemur fram á Vísi en tilgangur niðurskurðar er svar við kröfum um hagræðingu í rekstri.

Þá hafa stöður aðstoðarverslunarstjóra einnig verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu vínbúðum. Í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf.

Frekar uppsagnir eru ekki á dagskrá og hefur engin ákvörðun verið tekin um lokun vínbúða en Sigrún Ósk segir að aðhaldsaðgerðirnar komi til með að spara um 300 milljónir.