Sjö einstaklingar sóttu um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu, að því er kemur fram í tilkynningu forsætisráðneytisins. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda áður en ákvörðun verður tekin um skipun.

Sjö einstaklingar sóttu um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu, að því er kemur fram í tilkynningu forsætisráðneytisins. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda áður en ákvörðun verður tekin um skipun.

Rannveig Sigurðardóttir mun láta af embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu um áramótin. Embættið var auglýst laust til umsóknar 19. september síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út í gær.

Eftirfarandi einstaklingar sóttu um embættið:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, hagfræðingur og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Karen Á. Vignisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands
  • Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands

Tilkynnt var í júní um að Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefði óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur.

Rannveit var skipuð aðstoðarseðlabankastjóra um mitt ár 2018 en varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020. Rannveig hefur starfað hjá Seðlabankanum frá árinu 2002 en hún var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans.