Tekjur á farsímamarkaði, sem hafa verið stærsti tekjupóstur Símans og Fjarskipta (hér eftir Vodafone) undanfarin ár, eru á undanhaldi en sjónvarpsþjónusta hefur reynst vera vaxtarbroddur. Forstjórar félaganna gera ráð fyrir því að vægi sjónvarpsþjónustu í heildartekjum fari vaxandi á komandi árum.

Hafa verður í huga að sjónvarps­ þjónusta Símans og Vodafone er svipuð en þó engan veginn einsleit. Síminn fær tekjur af afnotagjöldum, umferð og auglýsingatekjur, dreifingu sjónvarpsefnis og Sjónvarpi Símans. Síminn er annars vegar með opna sjónvarpsstöð sem er á öllum dreifikerfum og keppir við aðrar sjónvarpsstöðvar á borð við Stöð 2 og RÚV, og hins vegar með gagnvirka innlenda efnisveitu (Sjónvarp Símans Premium), sem er áskriftarvídeóleiga (SVOD) og þáttaleiga (TVOD) þar sem áskrifendur hafa aðgang að ólínulegri dagskrá og mun meira efnisframboði hvenær sem er. Þar að auki ver Síminn mörgum milljónum króna á ári í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, en ekki Vodafone.

Sjónvarpsþjónusta Vodafone, á hinn bóginn, felst meira í dreifingu og heildsölu sjónvarpsefnis á sjónvarpsdreifikerfum sínum, en Vodafone rekur kerfi fyrir RÚV auk Digital Ísland fyrir 365. Þeir fá tekjur af dreifingu á kerfunum, leigu myndlykla, SVOD í áskriftarveitunni Vodafone Play, TVOD, áskriftum að línulegum stöðvum og sölu einstakra sjónvarpsviðburða (pay per view, PPV). Ólíkt Símanum rekur Vodafone ekki sjónvarpsstöð, en ef kaupin á ljósavakamiðlum 365 ganga í gegn mun Vodafone fara í sjónvarpsrekstur. 365 fjárfestir þar að auki í innlendri framleiðslu og má telja líklegt að engin breyting verði þar á í sameinuðu fyrirtæki Vodafone og ljósvakamiðla 365.

Mikill vöxtur í áskrift

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið hafa byggt upp sjónvarpsþjónustuna til einstaklinga og fjölskyldna undir merkjum áskriftarveitunnar Vodafone Play undanfarin ár, sem býð­ ur upp á áskriftarpakka fyrir kvikmyndir, þætti, barnaefni og fleira. „Það hefur gengið mjög vel. Við höfum vaxið úr engu í þeirri áskrift yfir í það að vera með nálægt 10 þúsund viðskiptavini. Vöxturinn í tekjum hefur verið þar. Við höfum einfaldlega verið að spila inn í vaxandi eftirspurn eftir SVOD efni og breytingar í tækni. Ef samruninn við ljósvakamiðla 365 gengur eftir munum við fara út í sjónvarpsrekstur líkt og Síminn,“ segir Stefán.

Hjá Símanum breyttist sjónvarpsþjónustan fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Síminn hætti t.a.m. í rekstri á áskriftarstöðinni SkjáEinum og selur nú eingöngu SVOD-þjónustu; áskriftarvídeó­ leigu og þáttaleigu,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

„Við höfum veitt aðgreinandi þjónustu í gagnvirku sjónvarpi t.d. efnissamningum við helstu framleiðendur í Hollywood. Framboðið á efnisveitunni okkar er um 6.000 klukkustundir, sem er mun meira heldur en efnisframboð Netflix á Íslandi. Um 28 þúsund heimili borga fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er meira en áskriftin var hjá SkjáEinum, og kúnnar okkar notuðu efnisveituna milljón sinnum í janúar. Áskriftin fer vaxandi. Það þýðir að við höfum verið að mæta eftirspurninni eftir gagnvirku, ólínulegu sjónvarpi. Þar að auki höfum við fjárfest í íslenskri framleiðslu á sjónvarpsefni vegna samkeppninnar í aðgreiningu. Innlend framleiðsla á sjónvarpsefni er í sókn og höfðar til stærri markaða.“

Sjónvarpið fer ekki fet

Báðir segjast Orri og Stefán gera ráð fyrir því að tekjur frá sjónvarpsþjónustu og vægi þeirra í heildartekjum muni aukast á komandi árum.

„Framþróunin á sjónvarpsmarkaði veltur á nokkrum þáttum. Kaup Vodafone á ljósvakamiðlum 365 munu líklega virka sem aukinn hvati til að framleiða gott efni. Ég hugsa að það myndi enn fremur flýta fyrir aukningunni í ólínulegu áhorfi og samdrættinum í línulegu áhorfi.

Svo er spurning hvað ríkisvaldið ætlar að gera í sambandi við RÚV á auglýsingamarkaði, niðursveiflu í línulegu áhorfi og uppsveiflu í ólínulegu áhorfi. Ef RÚV heldur áfram að soga til sín vaxandi hluta af auglýsingatekjum munu Síminn og Vodafone fara meira í samkeppni við erlenda aðila og það verða færri málsvarar fyrir íslenskt efni hér heima. Einnig er mikilvægt að kvaðir verði ekki jafn ósamhverfar milli innlendra og erlendra aðila varðandi þýðingar, skatta og skyldur, því erlenda samkeppnin heldur okkur á tánum. Ef skekkjur sem þessar eru leiðréttar held ég að framtíðin sé mjög björt á þessum markaði,“ segir Orri.

Stefán segir ekki ólíklegt að vægi tekna frá sjónvarpsþjónustu muni aukast á næstunni. „Ef yfirtakan á ljósvakamiðlum 365 gengur eftir munu þær aukast mjög mikið. Sjónvarpsþjónusta verður áfram vaxtarbroddur hjá okkur. Sjónvarpsmarkaðurinn er að breytast hratt. Hann er að verða flóknari og margbrotnari. Neysla á sjónvarpsefni er að aukast og verða fjölbreyttari. Það hefur verið vöxtur í IPTV hjá okkur í hverjum einasta mánuði. Ég held að þetta verði spennandi bransi næstu árin. Þeir sem spá dauða sjónvarpsins munu þurfa að éta það ofan í sig.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Tekjur á farsímamarkaði, sem hafa verið stærsti tekjupóstur Símans og Fjarskipta (hér eftir Vodafone) undanfarin ár, eru á undanhaldi en sjónvarpsþjónusta hefur reynst vera vaxtarbroddur. Forstjórar félaganna gera ráð fyrir því að vægi sjónvarpsþjónustu í heildartekjum fari vaxandi á komandi árum.

Hafa verður í huga að sjónvarps­ þjónusta Símans og Vodafone er svipuð en þó engan veginn einsleit. Síminn fær tekjur af afnotagjöldum, umferð og auglýsingatekjur, dreifingu sjónvarpsefnis og Sjónvarpi Símans. Síminn er annars vegar með opna sjónvarpsstöð sem er á öllum dreifikerfum og keppir við aðrar sjónvarpsstöðvar á borð við Stöð 2 og RÚV, og hins vegar með gagnvirka innlenda efnisveitu (Sjónvarp Símans Premium), sem er áskriftarvídeóleiga (SVOD) og þáttaleiga (TVOD) þar sem áskrifendur hafa aðgang að ólínulegri dagskrá og mun meira efnisframboði hvenær sem er. Þar að auki ver Síminn mörgum milljónum króna á ári í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, en ekki Vodafone.

Sjónvarpsþjónusta Vodafone, á hinn bóginn, felst meira í dreifingu og heildsölu sjónvarpsefnis á sjónvarpsdreifikerfum sínum, en Vodafone rekur kerfi fyrir RÚV auk Digital Ísland fyrir 365. Þeir fá tekjur af dreifingu á kerfunum, leigu myndlykla, SVOD í áskriftarveitunni Vodafone Play, TVOD, áskriftum að línulegum stöðvum og sölu einstakra sjónvarpsviðburða (pay per view, PPV). Ólíkt Símanum rekur Vodafone ekki sjónvarpsstöð, en ef kaupin á ljósavakamiðlum 365 ganga í gegn mun Vodafone fara í sjónvarpsrekstur. 365 fjárfestir þar að auki í innlendri framleiðslu og má telja líklegt að engin breyting verði þar á í sameinuðu fyrirtæki Vodafone og ljósvakamiðla 365.

Mikill vöxtur í áskrift

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið hafa byggt upp sjónvarpsþjónustuna til einstaklinga og fjölskyldna undir merkjum áskriftarveitunnar Vodafone Play undanfarin ár, sem býð­ ur upp á áskriftarpakka fyrir kvikmyndir, þætti, barnaefni og fleira. „Það hefur gengið mjög vel. Við höfum vaxið úr engu í þeirri áskrift yfir í það að vera með nálægt 10 þúsund viðskiptavini. Vöxturinn í tekjum hefur verið þar. Við höfum einfaldlega verið að spila inn í vaxandi eftirspurn eftir SVOD efni og breytingar í tækni. Ef samruninn við ljósvakamiðla 365 gengur eftir munum við fara út í sjónvarpsrekstur líkt og Síminn,“ segir Stefán.

Hjá Símanum breyttist sjónvarpsþjónustan fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Síminn hætti t.a.m. í rekstri á áskriftarstöðinni SkjáEinum og selur nú eingöngu SVOD-þjónustu; áskriftarvídeó­ leigu og þáttaleigu,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

„Við höfum veitt aðgreinandi þjónustu í gagnvirku sjónvarpi t.d. efnissamningum við helstu framleiðendur í Hollywood. Framboðið á efnisveitunni okkar er um 6.000 klukkustundir, sem er mun meira heldur en efnisframboð Netflix á Íslandi. Um 28 þúsund heimili borga fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er meira en áskriftin var hjá SkjáEinum, og kúnnar okkar notuðu efnisveituna milljón sinnum í janúar. Áskriftin fer vaxandi. Það þýðir að við höfum verið að mæta eftirspurninni eftir gagnvirku, ólínulegu sjónvarpi. Þar að auki höfum við fjárfest í íslenskri framleiðslu á sjónvarpsefni vegna samkeppninnar í aðgreiningu. Innlend framleiðsla á sjónvarpsefni er í sókn og höfðar til stærri markaða.“

Sjónvarpið fer ekki fet

Báðir segjast Orri og Stefán gera ráð fyrir því að tekjur frá sjónvarpsþjónustu og vægi þeirra í heildartekjum muni aukast á komandi árum.

„Framþróunin á sjónvarpsmarkaði veltur á nokkrum þáttum. Kaup Vodafone á ljósvakamiðlum 365 munu líklega virka sem aukinn hvati til að framleiða gott efni. Ég hugsa að það myndi enn fremur flýta fyrir aukningunni í ólínulegu áhorfi og samdrættinum í línulegu áhorfi.

Svo er spurning hvað ríkisvaldið ætlar að gera í sambandi við RÚV á auglýsingamarkaði, niðursveiflu í línulegu áhorfi og uppsveiflu í ólínulegu áhorfi. Ef RÚV heldur áfram að soga til sín vaxandi hluta af auglýsingatekjum munu Síminn og Vodafone fara meira í samkeppni við erlenda aðila og það verða færri málsvarar fyrir íslenskt efni hér heima. Einnig er mikilvægt að kvaðir verði ekki jafn ósamhverfar milli innlendra og erlendra aðila varðandi þýðingar, skatta og skyldur, því erlenda samkeppnin heldur okkur á tánum. Ef skekkjur sem þessar eru leiðréttar held ég að framtíðin sé mjög björt á þessum markaði,“ segir Orri.

Stefán segir ekki ólíklegt að vægi tekna frá sjónvarpsþjónustu muni aukast á næstunni. „Ef yfirtakan á ljósvakamiðlum 365 gengur eftir munu þær aukast mjög mikið. Sjónvarpsþjónusta verður áfram vaxtarbroddur hjá okkur. Sjónvarpsmarkaðurinn er að breytast hratt. Hann er að verða flóknari og margbrotnari. Neysla á sjónvarpsefni er að aukast og verða fjölbreyttari. Það hefur verið vöxtur í IPTV hjá okkur í hverjum einasta mánuði. Ég held að þetta verði spennandi bransi næstu árin. Þeir sem spá dauða sjónvarpsins munu þurfa að éta það ofan í sig.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .