Lestafyrirtækið Norfolk Southern hefur samþykkt að greiða 600 milljónir dala til íbúa og fyrirtækja í Ohio sem urðu fyrir áhrifum þegar lest með hættulegum varningi fór út af teinunum nærri bænum East Palestine í febrúar í fyrra.

Dómssáttin bíður enn samþykkis frá héraðsdómara í Ohio en Norfolk Southern segir að sáttin endurspegli ekki viðurkenningu á misgjörðum eða sök.

Lestafyrirtækið Norfolk Southern hefur samþykkt að greiða 600 milljónir dala til íbúa og fyrirtækja í Ohio sem urðu fyrir áhrifum þegar lest með hættulegum varningi fór út af teinunum nærri bænum East Palestine í febrúar í fyrra.

Dómssáttin bíður enn samþykkis frá héraðsdómara í Ohio en Norfolk Southern segir að sáttin endurspegli ekki viðurkenningu á misgjörðum eða sök.

Flutningalest fór út af teinunum þann 3. febrúar í fyrra nálægt bænum East Palestine í Ohio en lestin var að ferja hættuleg efni. Viðbragðsaðilar ákváðu að kveikja í gasinu um borð til að ná stjórn á ástandinu.

Fosgen- og vetnisklóríðsgufur dreifðust síðan yfir bæinn en fosgen er baneitruð gastegund sem getur valdið uppköstum og öndunarerfiðleikum. Það var meðal annars notað sem vopn í fyrri heimsstyrjöldinni.