Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í 5,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Átta félög hækkuðu og ellefu lækkuðu í viðskiptum dagsins.

Mesta breytingin var á gengi hlutabréfa Skaga sem hækkaði um 2,8% í 228 milljóna veltu. Hlutabréfaverð Skaga stendur nú í 21,8 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2021.

Auk Skaga þá hækkuðu hlutabréf Sjóvá, Ölgerðarinnar, Hamiðjunnar og Arion banka um meira en eitt prósent í dag.

Icelandair niður um 8,5% í ár

Þrjú félög aðalmarkaðarins lækkuðu um eitt prósent eða meira í viðskiptum dagsins; Oculis, Icelandair og Síminn.

Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði um 1,8% í hundrað milljóna veltu og stendur nú í 1,34 krónum á hlut sem er um 8,5% lægra en í upphafi árs.