Gengi hlutabréfa tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft Entertainment lækkaði um 9% í byrjun vikunnar eftir að minnihlutaeigandi í félaginu, AJ Investments, kallaði eftir afskráningu þess af markaði og að stokkað verði upp í stjórnendateymi félagsins.

Gengi hlutabréfa tölvuleikjaframleiðandans Ubisoft Entertainment lækkaði um 9% í byrjun vikunnar eftir að minnihlutaeigandi í félaginu, AJ Investments, kallaði eftir afskráningu þess af markaði og að stokkað verði upp í stjórnendateymi félagsins.

AJ Investments, vogunarsjóður með aðsetur í Slóvakíu sem á tæplega 1% hlut í tölvuleikjaframleiðandanum, lýsti yfir óánægju sinni með frammistöðu félagsins um þessi misseri og stjórnunarhætti þess.

Ubisoft er hvað þekktast fyrir að vera félagið á bakvið Assassin‘s Creed tölvuleikina vinsælu. Aftur á móti hefur sigið á ógæfuhliðina hjá félaginu á undanförnum mánuðum og hefur það t.a.m. neyðst til að fresta útgáfu á tveimur tölvuleikjum sem áttu að koma út fyrir lok yfirstandandi fjárhagsárs, sem rennur sit skeið í lok mars.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur gengi félagsins lækkað um rúmlega 50%.