Skanva.is hefur starfað á íslenskum markaði í að verða 6 ár og hefur á þeim tíma skipað sér sess á íslenskum byggingavörumarkaði sem traustur gluggaframleiðandi. Skanva er danskt að uppruna og býður sambærilega þjónustu á hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi, en fyrirtækið býður upp á sérsmíðaða glugga og hurðir eftir þörfum viðskiptavina.

„Hurðir og gluggar frá Skanva eru sérsmíðaðar og henta íslenskum aðstæðum mjög vel. Við erum mjög vandlát á efnivið og höfum lagt mikið upp úr því að kaupa kjarnvið sem við fingrum svo saman til að lágmarka kvisti í viðnum. Kjarnviðurinn er mun endingarbetri og sterkari, enda er mikilvægt að einingarnar þoli íslenska veðrið,” segir Guðrún Harpa Atladóttir, markaðsfulltrúi Skanva.

Byltingakennd netverslun

Skanva opnaði byltingarkennda netverslun fyrir um áratug með sérsmíðaða glugga og hurðir og hefur síðan boðið viðskiptavinum sínum upp á hágæða vörur milliliðalaust og á afar samkeppnishæfu verði.

„Koma Skanva til Íslands breytti íslenskum markaði í sölu glugga og hurða. Helstu sérkenni fyrirtækisins eru líklega þau að fyrirtækið starfrækir vefverslun sem mikil vinna hefur farið í að þróa svo hún sé notendavæn og skilvirk fyrir viðskiptavini,” segir Guðrún Harpa.

„Vefverslunin er full af gagnlegum upplýsingum um máltöku fyrir nýjum gluggum og hurðum, ísetningu og almennu viðhaldi. Þar er einnig að finna greinagóðar upplýsingar um birgja Skanva sem sjá okkur fyrir góðum íhlutum sem og efnivið í framleiðsluna.”

„Þrátt fyrir að þægilegt sé að nota vefverslunina þá gera ráðgjafar okkar líka sérstök tilboð í stór verkefni. Við höfum til að mynda talsverða reynslu af því að vinna með verktökum og stórum húsfélögum. Ferlið er þægilegt og ráðgjafar okkar leggja mikið upp úr því að veita góða þjónustu, sniðna að hverju verkefni fyrir sig. Við höfum góðan sýningarsal á Fiskislóð 73 þar sem vel er tekið á móti gestum,” segir Guðrún Harpa.

Byrjaðu að hanna nýju gluggana hér og nýju hurðina hér.

Sýningarsalur Skanva á Fiskislóð 73.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mikil tilhlökkun fyrir sýningunni

Aðspurð um sýninguna Verk og vit segir Guðrún Harpa: „Við erum að taka þátt í svona stórsýningu í fyrsta sinn og mikil tilhlökkun í okkur. Okkur langar auðvitað að hitta sem flesta og kynna þessa frábæru framleiðslu. Við ætlum að setja upp fáeinar gluggaeiningar til að sýna gestum, en svo leggjum við mest upp úr því að eiga góð samtöl og taka vel á móti öllum þeim sem kíkja á okkur í sýningarrýmið í Laugardalshöllinni.”