Um áramót taka gildi ýmsar skatta­breytingar sem snerta bæði heimili og fyrir­tæki í landinu og hefur fjár­málaráðu­neytið birt lista yfir helstu breytingar.

Sam­kvæmt fjár­málaráðu­neytinu er í flestum til­fellum um að ræða verðlags­upp­færslur en þó eru ein­hverjar nýjar gjald­tökur að bætast við.

Tekin verður upp gjald­taka á nikótín­vörur og vökva í ein­nota raf­rettur og vökva til áfyllingar í raf­rettur.

Breytingar verða á gistinátta­skatti og verður skemmti­ferða­skipum í milli­landa­siglingum gert að greiða inn­viða­gjald í stað gistinátta­skatts.

Þá verður frádráttar­hlut­fall og há­marks­þak frádráttar­bærs kostnaðar vegna stuðnings við nýsköpunar­fyrir­tæki óbreytt milli ára.

Sam­kvæmt lögum um tekju­skatt hækka persónu­afsláttur og þrepamörk tekju­skatts ein­stak­linga í upp­hafi hvers árs sem nemur hækkun á vísitölu neyslu­verðs næstliðna tólf mánuði að viðbættri hækkun vegna fram­leiðni­vaxtar.

Miðað er við 1% ár­lega aukningu fram­leiðni og er það mat tekið til endur­skoðunar á 5 ára fresti, næst fyrir tekjuárið 2027.

Hækkun vísitölu neyslu­verðs liggur nú fyrir og nemur hún 4,75% á 12 mánaða tíma­bili. Heildar­hækkun viðmiðunar­fjár­hæða verður því 5,80%. Tekju­skatt­spró­sentan er óbreytt frá fyrra ári sem og há­marks­útsvar sveitarfélaga.

Vegið meðalútsvar hækkar um 0,01 pró­sentu­stig fyrir tekjuárið 2025 og verður 14,94%, sem reiknast út frá útsvar­spró­sentu sveitarfélaga á árinu 2025 að teknu til­liti til tekju­skatts­stofns hvers sveitarfélags.

Tekjuskattur. 2024 2025
1. þrep: 31,48% 31,49%
(14,93% útsvar) (14,94% útsvar)
2. þrep: 37,98% 37,99%
(14,93% útsvar) (14,94% útsvar)
3. þrep: 46,28% 46,29%
(14,93% útsvar) (14,94% útsvar)

Þann 1. janúar sl. var álagningarprósenta tekjuskatts allra lögaðila hækkuð tímabundið um eitt prósentustig fyrir tekjuárið 2024 og mun hún koma fram í álagningu lögaðila árið 2025.

Þessi tímabundna hækkun mun ganga til baka um áramótin og tekjuskattsprósentur lögaðila því fara í fyrra horf.

Tekjuskattur lögaðila (tekjuár) 2024 2025
Hluta- og einkahlutafélög 21% 20%
Sameignar – og samlagsfélög 38,4% 37,6%
Erlendir aðilar
-vaxtatekjur 13% 12%
tekjur hlutafélaga 21% 20%
tekjur annarra lögaðila 38,4% 37,6%

Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækka um 2,5% um áramótin sem er nokkru minna en ef miðað væri við almennar verðlagsbreytingar.

Það er jafnframt minni hækkun en á fyrra ári þegar gjöldin voru hækkuð um 3,5% sem einnig var minna en almennar verðlagsbreytingar þess árs.

Útvarpsgjald verður eftir breytinguna 21.400 kr. og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra 14.093 kr.

Gjöldin eru lögð á einstaklinga 16-69 ára sem eru með tekjustofn yfir skattleysismörkum. Undanþegnir gjöldunum eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Nefskattar 2024 2025
Útvarpsgjald 20.900 kr. 21.400 kr.
Framkvæmdasjóður aldraða 13.749 kr 14.093 kr.

Skattfrelsismörk erfðafjárskatts taka árlega breytingu miðað við þróun vísitölu neysluverðs og hækka því úr 6.203.409 kr. í 6.498.129 kr.

Erfðafjárskattur er greiddur af hreinni eign dánarbús umfram skattfrelsismörk og helst skatthlutfallið óbreytt í 10%.

Erfðafjárskattur 2024 2025
Skatthlutfall 10% 10%
Skattfrelsismörk 6.203.409 kr. 6.498.129 kr.

Krónutölugjöld hækka um 2,5% um áramótin sem er nokkru minna en ef miðað væri við almennar verðlagsbreytingar ársins og er því um að ræða lækkun krónutölugjalda að raunvirði. Kolefnisgjald hækkar um 59%.

Engar breytingar eru gerðar á kílómetragjaldi sem lagt er á hreinorku- og tengiltvinnbíla. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2024 og 2025 eru sýndar í eftirfarandi töflu.

Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl.

Helstu krónutölugjöld 2024 2025
Bensín- og olíugjöld (kr./ltr.)
Almennt vörugjald á bensín 33,70 34,55
Sérstakt vörugjald á bensín 54,30 55,65
Olíugjald 75,40 77,30
Kolefnisgjald
Gas- og dísilolía (kr./ltr.) 13,45 21,40
Bensín (kr./ltr.) 11,70 18,60
Brennsluolía (kr./kg.) 16,50 26,20
Jarðolíugas (kr./kg.) 14,65 23,25
Áfengisgjald (kr./cl.)
Bjór 147,15 150,85
Léttvín 134,05 137,40
Sterkt vín 181,40 185,95
Tóbaksgjald
Vindlingar (kr./pk.) 604,25 619,35
Neftóbak (kr./gr.) 33,60 34,45
Annað (kr./gr.) 3,60 34,45

Gjald á nikótínvörur

Frá og með 1. janúar 2025 verður lagt gjald á nikótínvörur, vökva í einnota rafrettum og vökva til áfyllingar fyrir rafrettur. Gjaldið verður lagt bæði á innfluttar vörur og þær sem framleiddar eru hér á landi.

Greiðsluskyldan hvílir á þeim aðilum sem flytja inn eða framleiða vörurnar.

Fjárhæð gjaldsins verður eftirfarandi:

  1. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 1 til og með 8 mg/g: 8 kr. á hvert gramm vöru.
  2. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 8,1 til og með 12 mg/g: 12 kr. á hvert gramm vöru.
  3. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 12,1 til og með 16 mg/g: 15 kr. á hvert gramm vöru.
  4. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 16,1 til og með 20 mg/g: 20 kr. á hvert gramm vöru.
  5. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda ekki nikótín: 40 kr. á hvern millilítra vöru.
  6. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12 mg/ml eða lægra: 40 kr. á hvern millilítra vöru.
  7. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12,1 mg/ml eða hærra: 60 kr. á hvern millilítra vöru.

Virðisaukaskattur

Á undanförnum fimm árum hefur verið heimilt að fella niður VSK af ýmsum gerðum hjóla sem raðað er í þrjá flokka: 1) rafmagns- og vetnisbifhjólum, 2) léttum bifhjólum og rafknúnum reiðhjólum, og 3) hefðbundnum reiðhjólum og rafmagnshlaupahjólum.

Sú heimild rennur út í lok árs 2024 og munu hjól því bera 24% VSK á ný frá 1. janúar 2025. Til að stuðla áfram að notkun vistvænna samgöngumáta beindi meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að styrkja kaup einstaklinga á rafmagnshjólum í gegnum Orkusjóð.

Á vettvangi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Loftslags- og orkusjóðs er nú unnið að útfærslu slíkra styrkja.

Gistináttaskattur og innviðagjald

  1. janúar 2025 hækkar gistináttaskattur fyrir hverja selda gistináttaeiningu, t.d. íbúð, herbergi á hóteli, svefnpokapláss eða stæði á tjaldsvæði. Gistináttaskattur hjá skemmtiferðaskipum í hringsiglingum um landið breytist þannig að í stað þess að greiða skattinn fyrir hverja selda gistináttaeiningu ber að greiða gistináttaskatt fyrir hvern farþega.

Frá og með 1. janúar 2025 verður ekki lengur skylt að telja gistináttaskatt til skattverðs VSK.

Gistináttaskattur fyrir hverja selda einingu 2024 2025
Á tjaldstæði 300 kr 400 kr.
Í landi, önnur en tjaldsvæði 600 kr. 800 kr.