Að­gerðir breskra stjórn­valda til að auka tekjur ríkis­sjóðs með hærri fjár­magns­tekju­skatti hafa haft þveröfug áhrif: Skatt­tekjur drógust saman um 18% á síðasta fjár­lagaári og námu 12,1 milljarði punda, þrátt fyrir að frí­tekju­markið hafi verið helmingað úr 12.300 pundum í 6.000 pund.

Bráða­birgðatölur fyrir árið 2024–25, sem byggðar eru á mánaðar­legum inn­borgunum, benda til frekari 10% lækkunar, sam­kvæmt gögnum frá bresku skatta­yfir­völdunum HMRC en Financial Timesgreinir frá.

„Þetta er klassískt dæmi um þegar stjórn­völd hækka skatta í von um meiri tekjur – og sitja eftir með minna til skamms tíma,“ sagði Sarah Co­les, sér­fræðingur hjá Hargrea­ves Lans­down. Hún telur lík­legt að margir fjár­festar haldi nú aftur af sér og fresti sölu eigna.

Fjár­magns­tekju­skattur er lagður á hagnað við sölu eigna eins og fast­eigna, hluta­bréfa og fyrir­tækja. Þar sem skatturinn fellur aðeins til við sölu geta ein­staklingar valið að bíða með að selja til að forðast greiðslu­skyldu. Fjár­málaráðgjafar segja fjár­festa sí­fellt frekar bíða eftir pólitískum stöðug­leika.

Frí­tekju­markið var aftur helmingað í £3.000 frá og með fjár­lagaárinu 2024–25. Þá hækkaði fjár­málaráðherrann Rachel Ree­ves skatt­hlut­fallið í fjár­lögum sínum síðastliðið haust; úr 10–28% í 18–32%, eftir tekju­flokkum.

Þrátt fyrir þessar að­gerðir hefur ríkis­sjóður ekki séð vaxandi tekjur. Skatt­tekjur vegna fjár­magns­tekna lækkuðu úr 14,5 milljörðum punda í 13,1 milljarð sam­kvæmt nýjustu bráða­birgðatölum.

At­hygli vekur að eigna­sala fast­eigna­eig­enda jókst um 28%, sem skilaði 33% aukningu í tengdum skatt­tekjum, sam­tals 2,2 milljörðum punda. Skýringar felast í erfið­leikum á leigu­markaði og ótta íbúðar­eig­enda við frekari skatta­hækkanir.

Þá greindu 2.770 stjórn­endur í einka­fjár­festingum frá 3,3 milljörðum punda í hagnað, með 871 milljón punda í skatt­greiðslur.

Tak­markað svigrúm fjár­málaráðherra

Ree­ves stendur frammi fyrir 20–30 milljarða punda gati í fjár­lögum haustsins, eftir að hætt var við um­fangs­miklar niður­skurðaráætlanir. En svigrúm hennar til frekari skatta­hækkana er tak­markað, þar sem Verka­manna­flokkurinn hefur heitið því að hækka ekki tekju­skatt, virðis­auka­skatt eða trygginga­gjöld.

Gagn­rýn­endur vara við því að of þröng skatt­lagning á ákveðna tekju­flokka geti haft letjandi áhrif og þannig dregið enn frekar úr skatt­tekjum.

Fjár­málaráðu­neytið: Ekki óeðli­leg lækkun

Tals­maður fjár­málaráðu­neytisins sagði í yfir­lýsingu að tekjur ársins 2023–24 endur­spegli stefnu fyrri ríkis­stjórnar og að fjár­magns­tekjur undan­farinna ára hafi verið óvenju háar, sér­stak­lega í kjölfar heims­far­aldurs.

Tekju­fallið nú sé því að hluta til viðsnúningur í eðli­legt horf – frekar en bein af­leiðing skatta­stefnu núverandi ríkis­stjórnar.