Deilur Íslenska kalkþörungafélagsins við skattayfirvöld, sem hófust með fyrirspurn skattsins um milliverðlagningu félagsins árið 2020 en endaði með 2,4 milljarða endurákvörðun, er nú í höndum dómstóla.
Hafi skattyfirvöld betur þar, segir Halldór Halldórsson forstjóri að það marki endalok félagsins en endurákvörðunin er meiri en velta félagsins.
„Dramatískasta svarið við þessu, ef við töpum öllu, er svoleiðis að sagan er skrifuð af sigurvegurunum. Ef við töpum þessu öllu þá verður ríkið sigurvegarinn vegna þess að það virðist vera einbeittur vilji ríkisins að koma þessu máli svona áfram og þá mun ríkið standa yfir líkinu á Íslenska kalkþörungafélaginu,“ segir Halldór í samtali við Viðskiptablaðið.
Halldór var meðal ræðumanna á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku en hann hóf ræðu sína á því að varpa upp mynd af Bíldudal fyrir gesti.
„Hér sjáið þið Bíldudal. Fallegt kyrrlátt þorp við Arnarfjörð. Í kringum árið 2000 var þann enn kyrrlátara enn í dag. Það var nánast ekkert um að vera, kvótinn var farinn, rækjuverksmiðjan var stopp, togarinn var farinn, þorpið var í dauðateygjunum,“ sagði Halldór.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði