Samkeppniseftirlitið (SKE) telur ekki forsendur til að aðhafast vegna kaupa Skaga, móðurfélags VÍS og Fossa, á Íslenskum verðbréfum. Þetta kemur fram í tilkynningu Skaga til Kauphallarinnar.

Samkeppniseftirlitið (SKE) telur ekki forsendur til að aðhafast vegna kaupa Skaga, móðurfélags VÍS og Fossa, á Íslenskum verðbréfum. Þetta kemur fram í tilkynningu Skaga til Kauphallarinnar.

Skagi undirritaði fyrir rúmum tveimur mánuðum kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. um kaup á 97% hlut í félaginu fyrir 1.598 milljónir króna. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar Íslenskra verðbréfa eru undanskilin í kaupunum.

Í kjölfar samþykkis SKE stendur nú eftir fyrirvari um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að Skagi fari með yfir 50% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum og dótturfélagi þess, ÍV sjóðum.