Formleg málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins (SKE) á kaupum Landsbankans á TM af Kviku banka hófst á föstudaginn síðasta, 20. september. Eftirlitið hefur birt samrunaskrá sem Landsbankinn skilaði inn og kallar nú eftir umsögnum vegna viðskiptanna.

„Öllum hagsmunaðilum og öðrum áhugasömum aðilum er hér með gefinn kostur á að skila inn sjónarmiðum varðandi samrunann. Eðli máls samkvæmt er einkum vænst sjónarmiða er lúta að mögulegum áhrifum samrunans á samkeppni,“ segir í frétt á vef SKE.

Formleg málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins (SKE) á kaupum Landsbankans á TM af Kviku banka hófst á föstudaginn síðasta, 20. september. Eftirlitið hefur birt samrunaskrá sem Landsbankinn skilaði inn og kallar nú eftir umsögnum vegna viðskiptanna.

„Öllum hagsmunaðilum og öðrum áhugasömum aðilum er hér með gefinn kostur á að skila inn sjónarmiðum varðandi samrunann. Eðli máls samkvæmt er einkum vænst sjónarmiða er lúta að mögulegum áhrifum samrunans á samkeppni,“ segir í frétt á vef SKE.

Landsbankinn náði í mars síðastliðnum samkomulagi um 28,6 milljarða króna kaup á TM af Kviku banka. Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. var undirritaður 30. maí síðastliðinn. Kaupin bíða nú samþykkis frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitinu.

SKE bendir í tilkynningunni á að TM er þriðja stærsta skaðatryggingafélag landsins og rekur jafnframt líftryggingastarfsemi gegnum dótturfélag sitt TM líftryggingar hf.

Þá sé Landsbankinn stærsti viðskiptabanki landsins og starfar á fjölmörgum mörkuðum á sviði fjármálaþjónustu. Meðal annars rekur bankinn innlánastarfsemi, útlánastarfsemi, markaðsviðskiptastarfsemi og eignastýringarstarfsemi.