Skel fjárfestingarfélag hagnaðist um 17,5 milljarða króna árið 2022, sem er mun meiri hagnaður en áætlað hafði verið.

Óvæntan hagnað Skel má rekja til uppfærðs verðmats á óskráðum fjárfestingareignum félagsins sem nemur samtals 9,8 milljörðum króna, en Skel fékk utanaðkomandi aðila til að verðmeta óskráðar eignir félagsins.

Í kjölfarið fór V/I hlutfall félagsins undir 1, eða í 0,94. V/I hlutfall ber saman markaðsvirði hlutabréfa félagsins og bókfært virði eigin fjár samkvæmt efnahagsreikningi. Ef hlutfallið er hátt er líklegt að fjárfestar telji eignir félagsins vanmetnar. Ef hlutfallið er lægra en 1 er það vísbending um það að fjárfestar telja félagið ofmetið í bókhaldi.

Þar sem hlutfallið er 0,94 hjá Skel kann það að benda til að markaðurinn meti eignir félagsins á lægra verði en í verðmatinu.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.