Skel fjárfestingarfélag hefur keypt 10% hlut í sænska fjártæknifyrirtækinu Focalpay fyrir um 15 milljónir sænskra króna eða sem nemur tæplega 200 milljónum íslenskra króna. Focalpay er því metið á rúma 2 milljarða íslenskra króna í viðskiptunum.
Focalpay, sem var stofnað fyrir tveimur árum, hefur nú alls sótt rétt yfir 35 milljónir sænskra króna, eða hátt í hálfan milljarð íslenskra króna. Starfsmenn Focalpay, sem er með skrifstofur í Stokkhólmi, eru 25 talsins. Framkvæmdastjóri og einn stofnenda Focalpay er Birkir Veigarsson sem hefur búið í Svíþjóð undanfarin níu ár.
Sáu stórt gat á markaðnum
Í samtali við Viðskiptablaðið segir Birkir að grunnhugmyndin að Focalpay hafi verið að þróa lausn sem geti starfað samhliða öllum núverandi greiðslu- og afgreiðslukerfum (POS).
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði