Gengi hluta­bréfa SKEL Fjár­festinga­fé­lags (áður Skeljungur) hefur lækkað lítil­lega það sem af er við­skipta­degi á Aðal­markaði Kaup­hallarinnar.

Gengið lækkað um 2,38% þegar þetta er skrifað, í afar litlum við­skiptum. Félagið hefur lækkað um 5,38% sl. mánuð og um 20,04% á árinu.

Greint var frá því í gær að Þórarinn Arnar Ævars­­son og Gunnar Sverrir Harðar­­son hafi selt allan fimmtungs­hlut sinn í fjár­­festingar­­fé­laginu Streng.

Kaup­endur eru fé­lög sem stýrt er af Jóni Ás­­geiri Jóhannes­­syni og Sigurði Bolla­­syni stækkaðu þannig ó­beinan eignar­hlut sinn í SKEL með því að hafa keypt 20% hlut í Strengi.