Gengi hlutabréfa SKEL Fjárfestingafélags (áður Skeljungur) hefur lækkað lítillega það sem af er viðskiptadegi á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.
Gengið lækkað um 2,38% þegar þetta er skrifað, í afar litlum viðskiptum. Félagið hefur lækkað um 5,38% sl. mánuð og um 20,04% á árinu.
Greint var frá því í gær að Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson hafi selt allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingarfélaginu Streng.
Kaupendur eru félög sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni stækkaðu þannig óbeinan eignarhlut sinn í SKEL með því að hafa keypt 20% hlut í Strengi.