Samkvæmt verðmati sem Kvika banki vann að beiðni SKEL fjárfestingafélags nam virði eigin fjár félagsins 39,3 milljörðum króna í lok síðasta árs.

Á sama tíma nam markaðsvirði SKEL í Kauphöllinni 29,3 milljörðum króna. Mismunur verðmatanna og markaðsvirðis var því um 10 milljarðar.

Þá nam bókfært virði eigin fjár 37,6 milljörðum í lok síðasta árs. Þar af leiðandi var V/I hlutfall félagsins 0,78 í lok síðasta árs.

V/I hlutfall ber saman markaðsvirði hlutabréfa félagsins og bókfært virði eigin fjár samkvæmt efnahagsreikningi. Ef hlutfallið er lægra en 1 er það vísbending um það að fjárfestar telja félagið ofmetið í bókhaldi.

Þar sem hlutfallið hjá SKEL er 0,78 kann það að benda til að markaðurinn meti eignir félagsins á lægra verði en í bókhaldinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 14. febrúar.