Í janúar 2021 kom upp mikill eldur í einbýlishúsi í Reykjavík og urðu miklar skemmdir á húsinu. Í brunarannsókn kom fram að líklegast þótti að eldurinn hefði kviknað út frá rafmagnsköplum og tengingum sem notuð voru við umfangsmikla kannabisræktun. Við brunann hafði hrunið niður gegnum gólfið ýmis búnaður, svo sem loftsíur og gróðurlampar ásamt brunnum plöntuleifum og stönglum.
Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum heimilaði tryggingafélagi húseigandans að skerða bótarétt um þriðjung vegna stórkostlegs gáleysis. Kom fram í úrskurðinum að rafbúnaðurinn væri ekki ætlaður til slíkra nota og hefði ekki verið settur upp með faglegum hætti. Hafði þetta í för sem sér sérstaka og aukna brunahættu auk þess sem húsnæðið uppfyllti ekki skilyrði sem gilda um slíka starfsemi.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.