Kísilver PCC á Bakka við Húsavík skilaði rekstrarhagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er í fyrsta sinn sem kísilverið skilar hagnaði á ársfjórðungi.
Í uppgjöri móðurfélags kísilversins, PCC SE, segir að afkoman hafi verið mun betri en á sama ársfjórðungi árið 2020 og farið vel yfir væntingar.
Góð rekstrarniðurstaða móðurfélagsins á fjórða ársfjórðungi sé fyrst og fremst tilkomin vegna góðs gengis kísilversins á Bakka.