Perluvinir ehf. er nýtt eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um stóran hóp fólks sem vill stofna nátt- úrusýningu í Perlunni.
Tugir manns koma að stofnuninni
Tæplega 60 manns eru í upprunalega stofnhópnum, félagsskap sem var stofnaður árið 2012. Til stofnunar félagsins lagði hver stofnmeðlimur til rúmar 25 þúsund krónur. Flestir eru meðlimirnir fólk sem tengist inn í Hið íslenska náttúrufræðifélag.
Markmið hópsins er að stofna til náttúrusýningar á íslenskri náttúru í Perlunni, og langtímahugsjón þeirra sem að starfinu koma er að nýta alla Öskjuhlíðina í fræðslu og til sýningar á íslenskri náttúrufegurð.
Skortur á náttúrufræðslu
„Það er náttúrulega gríðarleg vöntun á þessu, eins og til dæmis í grunnskólamenntun barnanna okkar,“ segir Helga Viðarsdóttir, einn stofnenda hópsins. „Það er af mjög mörgu að taka þegar fjalla á um náttúru Íslands. Við erum náttúrulega með jökla, gríð- arleg vötn, eldvirkni, norðurljósin og svo sitjum við auk þess á flekaskilum.“
Meðal annarra stofnenda fyrirtækisins má telja Siv Friðleifsdóttur og Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi þingmenn Framsóknar og Vinstri grænna. Formaður stjórnar er Finnbogi Jónsson sem hefur einnig verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.
Hugmyndin á rætur sínar að rekja til Jóhannesar Kjarval, sem teiknaði skissur af Öskjuhlíð og lét sig dreyma um að hýsa náttúrusýningu á toppi hæðarinnar. Að sögn Helgu Viðarsdóttur er Perluvinum mikilvægt að koma á fót sýningu sem fræðir ungt fólk um fegurð íslenskrar náttúru.
„Þetta er ekki nýtt af nálinni. Segja má að Jóhannes Kjarval hafi átt hugmyndina fyrstur, í kringum 1930, segir Helga. Hann teiknaði og málaði byggingu á Öskjuhlíð sem er í raun ekkert ólík Perlunni. Hann sá fyrir sér að fólk gæti komið þangað og fengið að skoða náttúrusýningu og fræðast um landið.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .
Perluvinir ehf. er nýtt eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um stóran hóp fólks sem vill stofna nátt- úrusýningu í Perlunni.
Tugir manns koma að stofnuninni
Tæplega 60 manns eru í upprunalega stofnhópnum, félagsskap sem var stofnaður árið 2012. Til stofnunar félagsins lagði hver stofnmeðlimur til rúmar 25 þúsund krónur. Flestir eru meðlimirnir fólk sem tengist inn í Hið íslenska náttúrufræðifélag.
Markmið hópsins er að stofna til náttúrusýningar á íslenskri náttúru í Perlunni, og langtímahugsjón þeirra sem að starfinu koma er að nýta alla Öskjuhlíðina í fræðslu og til sýningar á íslenskri náttúrufegurð.
Skortur á náttúrufræðslu
„Það er náttúrulega gríðarleg vöntun á þessu, eins og til dæmis í grunnskólamenntun barnanna okkar,“ segir Helga Viðarsdóttir, einn stofnenda hópsins. „Það er af mjög mörgu að taka þegar fjalla á um náttúru Íslands. Við erum náttúrulega með jökla, gríð- arleg vötn, eldvirkni, norðurljósin og svo sitjum við auk þess á flekaskilum.“
Meðal annarra stofnenda fyrirtækisins má telja Siv Friðleifsdóttur og Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi þingmenn Framsóknar og Vinstri grænna. Formaður stjórnar er Finnbogi Jónsson sem hefur einnig verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.
Hugmyndin á rætur sínar að rekja til Jóhannesar Kjarval, sem teiknaði skissur af Öskjuhlíð og lét sig dreyma um að hýsa náttúrusýningu á toppi hæðarinnar. Að sögn Helgu Viðarsdóttur er Perluvinum mikilvægt að koma á fót sýningu sem fræðir ungt fólk um fegurð íslenskrar náttúru.
„Þetta er ekki nýtt af nálinni. Segja má að Jóhannes Kjarval hafi átt hugmyndina fyrstur, í kringum 1930, segir Helga. Hann teiknaði og málaði byggingu á Öskjuhlíð sem er í raun ekkert ólík Perlunni. Hann sá fyrir sér að fólk gæti komið þangað og fengið að skoða náttúrusýningu og fræðast um landið.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .