Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn loftslagsaðgerða, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Ráðherra skipar fulltrúa verkefnisstjórnar eftir tilnefningum frá öllum ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, alls þrettán einstaklinga, til þriggja ára í senn. Skipunartími er til 4. júlí 2027.

Með verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands.

Verkefnisstjórninni er falið að fylgja eftir aðgerðum í aðgerðaáætlun loftslagsmála, sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og að fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig ber verkefnisstjórnin ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum.

Verkefnisstjórnin á að skila ráðherra árlega skýrslu um framgang aðgerðaáætlunarinnar og hvort hún sé í samræmi við áætlanir, auk þess sem skýrslan á einnig að fjalla um framgang aðlögunaraðgerða á a.m.k. tveggja ára fresti.

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, formaður, og Elín Björk Jónasdóttir, sérfræðingur, varafulltrúi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
  • Tryggvi Haraldsson, sérfræðingur, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
  • Helga Jónsdóttir, skrifstofustjóri og Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri, varafulltrúi, frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi sjálfbærrar þróunar, og Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur, varafulltrúi, frá forsætisráðuneyti.

  • Kristrún Friðriksdóttir, ritari ráðuneytisstjóra, frá dómsmálaráðuneyti.
  • Elvar Knútur Valsson, sérfræðingur frá háskóla-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
  • Sigríður Jakobínudóttir, sérfræðingur frá heilbrigðisráðuneyti.
  • Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri, og Valgerður B. Eggertsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra, varafulltrúi, frá innviðaráðuneyti.
  • Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri, og Rafn Helgason, sérfræðingur, varafulltrúi, frá matvælaráðuneyti.
  • Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri og Sunna Þórðardóttir, sérfræðingur, varafulltrúi, frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
  • Hafþór Einarsson, skrifstofustjóri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur, varafulltrúi, frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
  • Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri og Þorvarður Atli Þórsson, deildarstjóri, varafulltrúi, frá utanríkisráðuneyti.
  • Helga María Pálsdóttir, sviðsstjóri og Gyða Einarsdóttir, sérfræðingur, varafulltrúi, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.