Út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyrir­tækinu Þor­birni í Grinda­vík verður skipt upp í þrjú fyrir­tæki og verður hvert þeirra með eitt skip úr flota fyrir­tækisins í rekstri, sam­kvæmt Fiski­fréttum Við­skipta­blaðsins.

Skipin eru þrjú; frysti­togararnir Hrafn Svein­bjarnar­son GK og Tómas Þor­valds­son GK og ís­fisk­togarinn Sturla GK. Eignar­hald fyrir­tækjanna verður í höndum barna­barna stofnanda fyrir­tækisins, Tómasar Þor­valds­sonar, barna Ei­ríks, Gunnars og Gerðar.

Út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyrir­tækinu Þor­birni í Grinda­vík verður skipt upp í þrjú fyrir­tæki og verður hvert þeirra með eitt skip úr flota fyrir­tækisins í rekstri, sam­kvæmt Fiski­fréttum Við­skipta­blaðsins.

Skipin eru þrjú; frysti­togararnir Hrafn Svein­bjarnar­son GK og Tómas Þor­valds­son GK og ís­fisk­togarinn Sturla GK. Eignar­hald fyrir­tækjanna verður í höndum barna­barna stofnanda fyrir­tækisins, Tómasar Þor­valds­sonar, barna Ei­ríks, Gunnars og Gerðar.

Þor­björn hf. er með nýtt skip í smíðum á Spáni, fersk­fisk­togarann Huldu Björns­dóttur GK 11. Gunnar Tómas­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarnar, segir að því skipi verði fundið hlut­verk þegar það komi til landsins væntan­lega í næsta mánuði.

„Það hefur ekki verið á­kveðið enn þá hvert þessara þriggja fé­laga verður með nýja skipið í rekstri. Þetta er allt í undir­búnings­ferli núna og við erum að skrá nýju fyrir­tækin og skipta eignunum upp milli þeirra. Þetta er því allt í mótun,“ segir Gunnar.

Hægt er að lesa um­fjöllun Fiski­frétta hér.