Ný stjórn hjá Landsneti var kjörin á aðalfundi ríkisfyrirtækisins á föstudaginn síðasta, 28. mars. Allir fimm sitjandi stjórnarmenn láta af störfum og fimm einstaklingar koma nýir inn í stjórnina.

Stjórn Landsnet var valin á grunni nýs verklags um val á einstaklingum til stjórnarsetu í fyrirtækjum sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Þar er líka kveðið á um að stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess, séu hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum.

Nýja stjórn skipa þau:

  • Haraldur Flosi Tryggvason Klein formaður
  • Harpa Þuríður Böðvarsdóttir
  • Kristján Arinbjarnar
  • Stefán Pétursson
  • Ruth Elfarsdóttir

Varamenn voru kosin þau:

  • Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
  • Einar Þorsteinsson.

„Ný stjórn Landsnets tekur við á tímum orkuskipta og áframhaldandi uppbyggingar nýrrar kynslóðar byggðalínu sem eru meðal brýnustu samfélagsverkefna þjóðarinnar og því spennandi áskorun fyrir nýtt stjórnarfólk að takast á við,“ segir Haraldur Flosi, stjórnarformaður Landsnets.

Fráfarandi stjórn var skipuð eftirfarandi einstaklingum:

  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður
  • Álfheiður Eymarsdóttir
  • Birkir Jón Jónsson
  • Elín Björk Jónasdóttir
  • Friðrik Fraser