Ó­líkar skoðanir eru meðal lög­manna sem Við­skipta­blaðið ræddi við um hvar mörk einka­réttar ÁTVR til smá­sölu á­fengis gagn­vart er­lendri net­verslun liggja. Á­fengis­lögin inni­halda ekki bein á­kvæði um net­verslun.

ÁTVR hefur haldið því fram að munur sé á er­lendri net­sölu, þar sem birgðirnar eru stað­settar er­lendis og vínið sent ís­lenskum neyt­endum beint að utan, og á er­lendri net­sölu með vöru­birgðirnar sínar á Ís­landi.

Í raun er þannig verið að berjast fyrir því að net­sala ÁTVR geti sent heim að dyrum sam­dægurs á meðan neyt­endur sem velja er­lendar vín­sölur eiga að bíða lengur.

Ó­líkar skoðanir eru meðal lög­manna sem Við­skipta­blaðið ræddi við um hvar mörk einka­réttar ÁTVR til smá­sölu á­fengis gagn­vart er­lendri net­verslun liggja. Á­fengis­lögin inni­halda ekki bein á­kvæði um net­verslun.

ÁTVR hefur haldið því fram að munur sé á er­lendri net­sölu, þar sem birgðirnar eru stað­settar er­lendis og vínið sent ís­lenskum neyt­endum beint að utan, og á er­lendri net­sölu með vöru­birgðirnar sínar á Ís­landi.

Í raun er þannig verið að berjast fyrir því að net­sala ÁTVR geti sent heim að dyrum sam­dægurs á meðan neyt­endur sem velja er­lendar vín­sölur eiga að bíða lengur.

Að öllum líkindum verður deilt um stað­setningu á vöru­birgðum á­kveði á­kæru­svið lög­reglunnar að leggja fram á­kæru gegn er­lendum net­verslunum en lögreglan lauk fjögurra ára rannsókn sinni nýverið.

Það er þó lítið um stað­setningar á vöru­birgðum að finna í ís­lenskum á­fengis­lögum en sam­kvæmt megin­reglum EES-réttar um frjálst flæði vöru er ekki eðli­legt að gera slíkan greinar­mun.

Hér þarf þó að hafa í huga sér­staka yfir­lýsingu ís­lenskra stjórn­valda um rekstur ríkis­einka­sölu á á­fengi við gerð EES samningsins.

Hægt er þó að færa fyrir því rök að undan­þágan eigi ekki við lengur vegna þess að önnur lýð­heilsu­sjónar­mið voru í gildi þegar EES-samningurinn var undir­ritaður.

Net­verslun raskaði ekki ein­okun í Sví­þjóð

Hæsti­réttur Sví­þjóðar sagði í for­dæmis­gefandi dómi í fyrra að fyrir­komu­lag danska fé­lagsins Wi­nefinder Aps, sem seldi á­fengi til sænskra neyt­enda á netinu, væri ekki brot á lögum um einka­rétt sænska ríkisins, Sy­stem­bola­get, á á­fengis­sölu. Sy­stem­bola­get fór í mál við dönsku vef­verslunina vegna brota á banni við aug­lýsingu á­fengis.

Í dómi Hæsta­réttar segir að þar sem öll sölu­starf­semi Wi­nefinder Aps fór fram í Dan­mörku gegnum netið, þrátt fyrir að varan endaði síðar í höndum sænskra neyt­enda, braut fé­lagið ekki á einka­rétti sænska ríkisins til smá­sölu á­fengis.

Af þeim sökum var kæru gegn mark aðs­starf­semi fé­lagsins vísað frá. Að mati Hæsta­réttar skipti engu máli að danska fé­lagið Wi­nefinder Aps keypti þjónustu af sænska félaginu Win­finder AB.

„Þetta leiðir ekki til þess að á­fengis­salan hafi átt sér stað í Sví­þjóð né að þjónustu­kaupin séu með þeim hætti að Wi­nefinder AB sé sölu­aðilinn,“ segir í dómi Hæsta­réttar.

Bjarki Már Baxter, lög­maður ÁTVR, vann minnis­blað fyrir stofnunina í kjöl­far dómsins en að hans mati á hann ekki við hér heima þar sem lager Wi­nefinder Aps hafi verið í Dan­mörku.

Af þeim sökum er að hans mati „grund­vallar­munur á fyrir­komu­lagi net­verslunar með á­fengi á ís­lenskum markaði og at­vikum í Wi­nefinder-málinu“.

Við lestur dómsins er ljóst að þó að Hæsti­réttur taki það fram að vöru­birgðir fé­lagsins séu í Dan­mörku er mikið púður lagt í að stað­festa að endan­legur sölu­aðili í við­skiptunum sé er­lent fé­lag og að við­skiptin fari fram í Dan­mörku.

Það verður því að bíða og sjá hvort ís­lenskir dóm­stólar leggi þá kröfu hér heima að vöru­birgðir séu er­lendis en það eina sem það skilar er bara lengri bið neyt­enda eftir vörum á ein­okunar­eyju.

Sam­kvæmt þing­mála­skrá ríkis­stjórnarinnar stefnir Guð­rún Haf­steins­dóttir dóms­mála­ráð herra að því að leggja fram frumvarp í október sem mun heimila vef­verslun með á­fengi.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, þá­verandi dóms­mála­ráð­herra, lagði fram sam­bæri­legt frum­varp árið 2020 en í greinar­gerð þess kom fram að það skjóti skökku við að neyt­endur geti pantað sér á­fengi úr er­lendum á­fengis­verslunum, þá fyrst og fremst í gegnum net­verslanir, en geti ekki gert slíkt hið sama úr sam­bæri­legum inn­lendum verslunum.

Frum­varp Guð­rúnar hefur ekki verið birt í sam­ráðs­gátt en sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins er frum­varpið ekki ó­svipað því sem Ás­laug Arna lagði fram árið 2020 og síðar Hildur Sverris­dóttir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, árið 2022.

Í frum­varpi Hildar var tekið fram að net­verslanir þyrftu að sækja um sölu­leyfi til sýslu­manns. Hand­hafa vef­verslun ar­leyfis yrði þar með heimilt að selja á­fengi í smá­sölu í vef­versl un og væri leyfið í gildi í eitt ár fyrst um sinn, en gildis­tíminn yrði ó­tíma­bundinn ef leyfið yrði endur­nýjað.

Það er þó með öllu ó­víst hvort Guð­rún kemur frum­varpinu í gegnum ríkis­stjórnina en til að mynda hefur Sigurður Ingi Jóhanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sýnt rann­sókn lög­reglu á net­sölum meiri á­huga en fyrir­huguðum laga­breytingum.

Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna styður heldur ekki frum­varpið og því lítið sem bendir til þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar takist að setja málið á dagskrá.